Fjárhagsáætlun 2015; heildarviðauki I

Málsnúmer 201506059

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 737. fundur - 11.06.2015

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti drög að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2015 með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið það sem af er ársins fyrir utan þá viðauka sem byggðaráð hefur fjallað um og samþykkt á þessum fundi.



Niðurstaða Aðalsjóðs var áður áætluð jákvæð um kr. 41.732.000 en verður neikvæð um kr. 62.979.000. Megin breytingin er framlag til félagslegra íbúða hækkar um kr. 29.079.000 vegna sölu á 2 íbúðum og niðurgreiðslu á 3 lánum. Einnig breytast fjármagnsliður um kr. 25.823.000 vegna lækkunar á verðbólguspá úr 3,4% í 1,9% skv. greiningardeild Íslandsbanka.

Niðurstaða A-hluta var áður jákvæð um kr. 47.113.000 en verður neikvæð um kr. 9.461.000.

Niðurstaða samstæðu aftur á móti verður jákvæðari um kr. 3.834.000, þ.e. hækkar úr kr. 69.056.000 í kr. 72.890.000.

Áætluð lántaka lækkar úr 100 m.kr. í 75 m.kr.

Fjárfestingar hækka úr kr. 183.920.000 í kr. 197.990.000.







Taka þarf einnig afstöðu til:

a)Hækkun á framlagi til Eyþings þar sem ekki lágu fyrir upplýsingar við gerð fjárhagsáætlunar 2015-2018 að á aðalfundi í október 2014 var samþykkt að hækka framlag sveitarfélaga úr 3,0 m.kr. í 9,0 m.kr. Það þýðir að framlag Dalvíkurbyggðar hækkar úr kr. 190.305 í kr. 570.915, deild 21-80.

b) Lækka viðauka til Félagslegra íbúða um kr. 100.000 þar sem búið var að selja eina íbúð sem var á listanum, sjá mál 201504109.

c) Uppgreiðsla á láni vegna Klapparstígs 3 vegna sölu á íbúðinni; salan fór fram árið 2014 en uppgreiðslan á láninu var árið 2015 og fer á það fjárhagsár.

d) Sala á Ásholti 2b og Klapparstíg 7 en gengið frá frá kaupsamningi vegna þessara eigna á árinu 2015.

e) Ákvörðun um breytingu á verðbólgu í fjárhagsáætlunarlíkani úr 3,4% í 1,9% skv. greiningardeild Íslandsbanka en skv. yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans frá 10. júní s.l. má gera ráð fyrir versnandi verðbólguhorfum.

f) Taka út styrk til Bergs vegna ljóskastara að upphæð kr. 315.000, sbr. mál 201408100, en fyrir liggur að Eignasjóður greiddi þennan búnað árið 2014, og að þessi styrkur verði þá nýttur að hluta til að greiða styrk til niðurgreiðslu á fasteignaskatti til félagasamtaka skv. reglum og umsóknum þar um.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2015 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn eins og hann liggur fyrir með þeim breytingum sem urðu á fundinum með nýjum viðaukum.

Byggðaráð samþykkir að verðbólguspá verði óbreytt eða 3,4% og að tekið verði tillit til þeirra liða sem fram koma hér að ofan a) - f).