Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 1 þarfnast afgreiðslu.
Liður 2 þarfnast afgreiðslu.
Liður 3 þarfnast afgreiðslu.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 175
Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu með 5 atkvæðum. Ráðið leggur til að samstarf um gagnkvæma nýtingu sundkorta verði tekið upp. Líkamsræktarkort falli ekki undir gildissviðið.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æsækulýðsráðs og samþykkir samstarf á milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um gagnkvæma nýtingu sundkorta.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 175
Í ljósi þess að óskað var eftir kr.46.000.000 til að fullklára bygginguna leggur íþrótta- og æskulýðsráð til að Skíðafélagi Dalvíkur verði veittur framkvæmdastyrkur að upphæð kr. 23.000.000. Með þessari upphæð verði verkið fullklárað með mótframlagi skíðafélagsins upp á sömu upphæð.
Upphæðin verði greidd út í samræmi við framvindu verksins.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs um viðbótarstyrk að upphæð kr. 23.000.000 til Skíðafélags Dalvíkur þannig að hægt verði að klára troðarahúsið með mótframlagi Skíðafélagsins upp á sömu upphæð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 23.000.000, viðauki nr. 34 við fjárhagsáætlun 2025, á lið 32200-11603, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 175
Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum. Ráðið leggur til að kr.10.000.000 verði fyrirframgreiddar af rekstrarstyrk ársins 2026. Brýnt er að skíðafélagið yfirfari rekstur félagsins og leiðir til hagræðingar.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og samþykkir að Skíðafélag Dalvíkur fái kr. 10.000.000 fyrirfram greitt af styrktarsamningi ársins 2026. Jafnframt tekur byggðaráð undir bókun íþrótta- og æskulýðsráðs um að Skíðafélagið yfirfari rekstur félagsins og leiðir til hagræðingar.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 175
Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar aðalstjórn UMFS fyrir erindið. Ráðið óskar eftir því að fulltrúar UMSE og aðalstjórnar UMFS komi á næsta fund ráðsins og kynni hugmyndirnar um starfið ítarlega fyrir ráðinu.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs varðandi erindi frá aðalstjórn UMFS um ósk um styrk til þess að ráða starfsmann á móti UMSE.