Beiðni um launaviðauka vegna starfs byggingafulltrúa

Málsnúmer 202507027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1152. fundur - 17.07.2025

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 15. júlí sl, þar sem óskað er eftir viðauka vegna ráðningu byggingafulltrúa. Við gerð fjárhagsáætlunar 2025 var gert ráð fyrir áframhaldandi þjónustusamningi um starf byggingafulltrúa en frá 1.1.2025 er byggingarfulltrúi búinn að vera í hlutastarfi hjá Dalvíkurbyggð. Óskað er eftir launaviðauka frá 1. júlí og til og með 31. desember nk. vegna þessa og á móti lækki aðkeypt sérfræðiþjónusta.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að deild 09210-laun hækki um kr. 3.443.004 og liður 09210-4391 lækki á móti um sömu fjárhæð.