Erindi vegna netárása á sveitarfélög í Noregi

Málsnúmer 202507026

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1152. fundur - 17.07.2025

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 10. júlí sl, þar sem kemur fram að nokkur norsk sveitarfélög hafa orðið fyrir netárásum undanfarið. Upplýsingum hefur verið stolið og skv. frétt á vef NRK er jafnvel búist við að þær verði birtar á næstu vikum.
Embætti ríkislögreglustjóra vill í þessu samhengi vekja athygli sveitarfélaga á stöðunni í Noregi og hvetur sveitarfélög til að fara yfir sín kerfi.
Byggðaráð vísar ofangreindu til kerfisstjóra Dalvíkurbyggðar ásamt UT-teymis sveitarfélagsins.