Frá Hjólreiðafélagi Akureyrar; Beiðni um leyfi fyrir götuhjólamóti í Svarfaðardal

Málsnúmer 202507019

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1152. fundur - 10.07.2025

Tekið fyrir erindi Hjólreiðafélag Akureyrar þar sem óskað er eftir leyfi sveitarfélagsins til þess að halda götuhjólamót í Dalvíkurbyggð sunnudaginn 27.júlí nk. Ráðgert er að það verði ræst frá Víkurröst kl. 10 og að keppendur hjóli 4-6 hringi í Svarfaðardal. Áætlað er að keppnin taki 3-4 tíma. Hjólreiðafélagið mun sjá um brautargæslu, nauðsynlegar merkingar og láta lögreglu og slökkvilið vita af viðburðinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að veita leyfi fyrir ofangreindu götuhjólamóti að því gefnu að fyrir liggi jákvæð umsögn Vegagerðarinnar, slökkviliðs og lögreglu.