Frá SSNE; Erindi vegna Loftslagsstefnu Norðurlands eystra

Málsnúmer 202507009

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1152. fundur - 10.07.2025

Eitt af verkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2025-2029 er að unnin verði sameiginleg loftslagsstefna fyrir landshlutann. Í erindi SSNE er lagt til við sveitarfélögin í landshlutanum að þau vinni að sameiginlegri loftslagsstefnu og verði sú vinna sett af stað strax í haust. Horft er til þess að stefnan verði unninn hratt og örugglega og að hún klárist snemma í vor. Þá er óskað eftir því að Dalvíkurbyggð staðfesti vilja sinn til þess að taka þátt í þessari vinnu og skipi fulltrúa í samstarfshóp sem mun stýra vinnunni í samstarfi við SSNE og Eim, sem mun halda utan um vinnuna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að taka þátt í þessari vinnu og skipar Óðinn Steinsson fulltrúa Dalvíkurbyggðar í samstarfshópinn.