Frá Saman hópnum; Hvetjum til samveru fjölskyldunnar í sumar

Málsnúmer 202505170

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1148. fundur - 05.06.2025

Tekið fyrir erindi frá SAMAN-hópnum, dagsett þann 27. maí sl., þar sem fram kemur að í sumar vill SAMAN-hópurinn minna á mikilvægi samveru foreldra/forráðamanna og unglinga sem lykilþátt í forvörnum. Rannsóknir hafa sýnt að samvera fjölskyldunnar er einn helsti skýringarþátturinn fyrir góðu gengi í forvörnum á undanförnum árum. Sveitarfélagið er hvatt til að deila skilaboðum hópsins miðlum Dalvíkurbyggðar. Efni, myndir, veggspjöld og fleira má finna á https://www.samanhopurinn.is/aherslur.

Eyrún vék af fundi kl. 14:52.
Byggðaráð vísar ofangreindu til félagsmálaráðs og sviðsstjóra félagsmálasviðs.