Byggðaráð

1023. fundur 31. mars 2022 kl. 13:00 - 14:57 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Júlíusi Garðari Júlíussyni; Aflétting á kvöðum vegna sölu á Kirkjuvegi 11, íbúð 0011

Málsnúmer 202203171Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Júlíusi Garðari Júlíussyni, rafpóstur dagsettur þann 29. mars sl, þar sem óskað er eftir afléttingu á kvöðum vegna sölu á eigninni við Kirkjuveg 11, íbúð 0011 en íbúðin er háð ákvæðum laga um almennar kaupleiguíbúðir, eins og þau eru á hverjum tíma.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afléttingu á öllum ofangreindum kvöðum er snúa að Dalvíkurbyggð. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Krílakot - Endurnýjun á leikskólalóð - erindisbréf v. stýrihóps.

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Á 1022. fundi byggðaráðs þann 24. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 8:23. Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars 2022 var eftirfarandi bókað: Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra Fræðslusviðs Dalvíkurbyggðar, þar sem hann óskar eftir stækkun lóðar Krílakots (Karlsrauðatorg 23) vegna endurnýjunar á leiksvæði leikskólans. Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs. Einnig tók til máls: Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um að vísa þessum lið til byggðaráðs." Á fundi innkauparáðs (framkvæmdastjórnar) þann 22. desember sl. voru til umræðu innkaup Dalvíkurbyggðar samkvæmt fjárhagsáætlun 2022. Varðandi hönnun og framkvæmdir á lóð Krílakots þá var ákveðið að stofnaður yrði stýrihópur um verkefnið með hagaðilum um málið (starfsfólk, foreldrar, börn, Eignasjóður), kynnt í byggðaráði þann 6. janúar sl. Helga Íris og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 08:48.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stofnaður verði stýrihópur í samræmi við fjárhagsáætlunarferli með erindisbréfi. Erindisbréf verði lagt fyrir næsta fund byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar geri verðfyrirspurn vegna hönnunar á leikskólalóðinni miðað við áformaða stækkun á lóðinni."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldir skipi stýrihópinn:
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, leikskólastjóri Krílakots, formaður fræðslu- og byggðaráðs, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela stýrihópnum að ganga eftir tilnefningum í rýnihópinn í samræmi við uppskrift erindisbréfsins.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn með áorðnum breytingum í samræmi við a) og b) lið hér að ofan.

3.Frá stjórn Fiskidagsins mikla; Fiskideginum mikla 2022 frestað.

Málsnúmer 202104105Vakta málsnúmer



Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:16 vegna vanhæfis.

Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Fiskidagsins mikla, dagsettur þann 25. mars sl., þar sem fram kemur að Fiskideginum mikla er frestað í þriðja sinn en blásið til samkomunnar á ný sumarið 2023.

Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var staðfestur styrktarsamningur við Fiskidaginn mikla fyrir árin 2021 og 2022. Fram kemur í samningnum að laugardaginn 6. ágúst 2022 ætlar Fiskidagsnefnd að halda 20 ára afmælishátíð og Dalvíkurbyggð muni styrkja Fiskidaginn um kr. 5.500.000 á fjárhagsáætlun 2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

4.Frá Skipulagsstofnun; Íslandsþari - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202203035Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 13:24.

Á 1021. fundi byggðaráðs þann 17. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun og eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun til Dalvíkurbyggðar, dagsett 7. mars 2022 en Íslandsþari ehf. hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu um framleiðslu algínata og þaramjöls úr stórþara skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Rétt er að vekja athygli á því að endanleg staðsetning starfseminnar hefur ekki verið ákveðin en í meðfylgjandi greinargerð eru þrjár staðsetningar til skoðunar í tveimur kaupstöðum, þ.e. á Dalvík og Húsavík. Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir umsögn um framkvæmdina. Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort talið sé að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði talið er þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að mati umsagnaraðila á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila. Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 5. apríl 2022. Með umsagnarbeiðninni og fundarboðinu fylgdi skýrsla Íslandsþara um verkefnið, unnið af Mannvit hf. Sveitarstjóri kynnti forsögu verkefnisins og aðkomu Dalvíkurbyggðar að því. Umhverfisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að vinna drög að umsögn um verkefnið fyrir næsta fund ráðsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Lagt fram til kynningar."

Gert var ráð fyrir að fundur umhverfisráðs yrði á morgun 1. apríl og að drög að umsögn færi fyrir ráðið fyrir tilskilinn tíma. Fundur umhverfisráð verður í næstu viku og því eru drög að ofangreindi umsögn meðfylgjandi fundarboði byggðaráðs.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við drögin eins og þau liggja fyrir en ráðið leggur áherslu á að umhverfisráð fjalli um umsögnina áður en hún fer til Skipulagsstofnunar.

5.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Hagvaxtarauki kemur til framkvæmda

Málsnúmer 202203164Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 28. mars sl., þar sem fram kemur að í gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga eru tengiákvæði við lífskarasamninga á almennum vinnumarkaði og greiðslu hagvaxtarauka.
Frá 1. apríl bætist því við hagvaxtaraukinn kr. 10.500 við launatöflur gildandi kjarasamninga.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2022

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 24. mars 2022, er varðar Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til loka apríl. Hver aðildarsveitarfélag getur sent inn eina umsókn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu að verkefni sem sækja á um fyrir í sjóðinn.

7.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2022 vs. áætlun fyrir fagráð; janúar - febrúar.

Málsnúmer 202202105Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2022 fyrir janúar og febrúar.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá Íslandsdeild Transparency International; Styrktarumsókn Dalvíkurbyggð Leggðu baráttunni gegn spillingu lið

Málsnúmer 202203145Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Íslandsdeild Transparency International (TI_IS), dagsett þann 22. mars 2022, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð að upphæð kr. 50.000 - kr. 250.000 til að tryggja rekstrargrundvöll TI_IS. Deildin var stofnuð árið 2021 á grunni Gagnsæis- samtök gegn spillingu. Fram kemur að Transparency eru stærstu alþjóðarsamtök heims með það að markmiði að berjast gegn spillingu og fyrir heilindum í stjórnsýslu, stjórnmálum og viðskiptalífi. Deildin er tilbúin að funda, fræða og gera betur grein fyrir því sem fram kemur í erindinu.
Lagt fram til kynningar.

9.Römpum upp Ísland

Málsnúmer 202203168Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Römpum upp Ísland, móttekið í rafpósti þann 28. mars sl., þar sem verkefnið Römpum upp Ísland er kynnt. Markmiðið er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Stofnunin styrkir einkaaðila til að koma upp römpum eða annars konar lausnum við innganga sína og tryggja þannig að fólk með hreyfihömlun hafi aðgengi að þeirri þjónustu sem þar stendur til boða.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs, umhverfisráðs og framkvæmdastjórnar.

10.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál

Málsnúmer 202203146Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 24. mars 2022, þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), mál 450.

Málsnúmer 202203148Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 24. mars 2022, Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), mál 450. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, fundargerð nr. 908.

Málsnúmer 202201071Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 908.
Lagt fram til kynningar.

13.Jafnlaunavottun Dalvb. handbók og vinnugögn; jafnlaunastefna 2021

Málsnúmer 202008033Vakta málsnúmer

Á 952. fundi byggðaráðs þann 27. ágúst 2020 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið sat launafulltrúi áfram fundinn og kynnti tillögu vinnuhóps að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar.

Tillagan var kynnt á fundi framkvæmdastjórnar þann 24. ágúst s.l. og ekki komu fram ábendingar.

Til umræðu ofangreint.

Rúna Kristin vék af fundi kl.13:35.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð og yfirfarin Jafnlaunastefna Dalvíkurbyggðar af frá rýnifundi stjórnenda (framkvæmdastjórn) þann 23. mars sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Jafnlaunastefnu Dalvíkurbyggðar með þeim breytingartillögum sem liggja fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 14:57.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs