Römpum upp Ísland

Málsnúmer 202203168

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1023. fundur - 31.03.2022

Tekið fyrir erindi frá Römpum upp Ísland, móttekið í rafpósti þann 28. mars sl., þar sem verkefnið Römpum upp Ísland er kynnt. Markmiðið er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Stofnunin styrkir einkaaðila til að koma upp römpum eða annars konar lausnum við innganga sína og tryggja þannig að fólk með hreyfihömlun hafi aðgengi að þeirri þjónustu sem þar stendur til boða.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs, umhverfisráðs og framkvæmdastjórnar.

Félagsmálaráð - 258. fundur - 10.05.2022

Tekið fyrir erindi dags. 28.03.2022 frá Óskari Helga Þorleifssyni um verkefnið Römpum upp Ísland. Markmiðið með Römpum upp Ísland er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Stofnunin styrkir einkaaðila til að koma upp römpum eða annars konar lausnum við innganga sína og tryggja þannig að fólk með hreyfihömlun hafi aðgengi að þeirri þjónustu sem þar stendur til boða. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki 4 ár. Erindi þetta var einnig tekið fyrir í Byggðaráði fundi 1.023 þar sem byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs, umhverfisráðs og framkvæmdastjórnar.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum sviðsins að senda bréf til fyrirtækja í sveitarfélaginu til að kynna þetta frábæra verkefni og hvetja til þátttöku.