Frá Íslandsdeild Transparency International; Styrktarumsókn Dalvíkurbyggð Leggðu baráttunni gegn spillingu lið

Málsnúmer 202203145

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1023. fundur - 31.03.2022

Tekið fyrir erindi frá Íslandsdeild Transparency International (TI_IS), dagsett þann 22. mars 2022, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð að upphæð kr. 50.000 - kr. 250.000 til að tryggja rekstrargrundvöll TI_IS. Deildin var stofnuð árið 2021 á grunni Gagnsæis- samtök gegn spillingu. Fram kemur að Transparency eru stærstu alþjóðarsamtök heims með það að markmiði að berjast gegn spillingu og fyrir heilindum í stjórnsýslu, stjórnmálum og viðskiptalífi. Deildin er tilbúin að funda, fræða og gera betur grein fyrir því sem fram kemur í erindinu.
Lagt fram til kynningar.