Byggðaráð

1021. fundur 17. mars 2022 kl. 13:00 - 15:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202112042Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202112043Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202201087Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar 2022

Málsnúmer 202201039Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri vék af fundi kl. 14:14 til annarra starfa.

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Verkefnahópur um farartæki og vinnuvélar - erindi um sölu, tilfærslu og

Málsnúmer 202203048Vakta málsnúmer

Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað m.a.;
"Tekið fyrir erindi frá verkefnahópi Dalvíkurbyggðar um farartæki og vinnuvélar, dagsett þann 28. febrúar sl. : c) Óskað er eftir heimild til að selja verkfærabíl veitna Toyota Hiace DO-476. Búið er að kanna söluverðmæti á bílnum hjá Toyota umboðinu á Akureyri. Það þarf að gera ráð fyrir söluþóknun/launum þegar bíllinn selst sem greiðist af seljanda. Vinnuhópurinn óskar eftir því að andvirði bílsins fari í að kaupa innréttingar og búnað í nýja verkfærabílinn sem búið er að festa kaup á og er kominn til landsins. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 var gert ráð fyrir 8.000.000,- krónum vsk til kaupa á bílnum og er endanlegt verð ekki komið en reikna má að upphæðin verði rúmar 9.500.000,- og því ekki afgangur til að kaupa innréttingar eða búnað sem þarf í nýja bílinn. Ekki er orðið ljóst hvernær afhending á þeirri bifreið verður til veitna. c) Afgreiðslu frestað og byggðaráð óskar eftir nánari upplýsingum."

Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsettur þann 15. mars sl., þar sem fram kemur að verkfærabíllinn kostar hingað kominn kr. 7.720.657 án vsk. Innrétting og verkfæri eru áætluð kr. 1.100.000 án vsk. Fjármögnun á bílnum eru kr. 8.000.000 heimild í fjárhagsáætlun og ósk um að söluandvirði á bifreið, kr. 800.000 - kr. 900.000.

Heildarverð á verkfærabílnum með öllu er þá kr. 8.820.657 án vsk og hann fjármagnaður samkvæmt ofangreindu. Óskað er því eftir heimild til að nota söluandvirði verkfærabíls til að innrétta nýja verkfærabílinn.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sölu á verkfærabílnum.
Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 þegar tilboð liggur fyrir vegna kostnaðar við innréttingar og verkfæri í nýja verkfærabílinn.

6.Íslandsþari - Stórþarasláttur og vinnsla

Málsnúmer 201902143Vakta málsnúmer

Undanfarnar vikur hefur verið til skoðunar og umfjöllunar erindi Íslandsþara um mögulega staðsetningu á starfsemi fyrirtækisins á Dalvík. Fyrirtækið hefur ekki ákveðið endanlega staðsetningu en verið í viðræðum við Norðurþing og Dalvíkurbyggð. Starfsemi fyrirtækisins snýst um veiðar og vinnslu á stórþara úti fyrir norðurlandi. Starfsemi fyrirtækisins mun byggja á nýjustu tækni og ströngum viðmiðum um hreinlæti, sjálfbærni og umhverfisvernd.

Staðsetning með góðu aðgengi að hafnarkanti er mikilvæg fyrir svo hafnsækna starfsemi og því er horft til nýrrar landfyllingar við Sandskeið sem er merkt L2 ný landfylling á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar. Fyrirtækið óskar eftir hærra hitastigi á vatni heldur en Dalvíkurbyggð getur afhent eins og er en unnið er að því að afla upplýsinga og gagna vegna þeirra innviða og uppbyggingu sem starfsemin þarfnast svo hægt sé að taka afstöðu til erindisins.
Sjá einnig næsta mál á dagskrá nr. 202203035.
Byggðaráð hefur frá upphafi verið áhugasamt um starfsemi fyrirtækisins og telur hana falla vel að stefnu sveitarfélagsins um umhverfisvæna starfsemi sem byggir á frumvinnslu og fullvinnslu hágæðavöru með sjálfbærri nýtingu auðlinda.
Byggðaráð felur sveitarstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gagnaöflun vegna verkefnisins.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

7.Frá Skipulagsstofnun; Íslandsþari - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202203035Vakta málsnúmer

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun og eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun til Dalvíkurbyggðar, dagsett 7. mars 2022 en Íslandsþari ehf. hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu um framleiðslu algínata og þaramjöls úr stórþara skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Rétt er að vekja athygli á því að endanleg staðsetning starfseminnar hefur ekki verið ákveðin en í meðfylgjandi greinargerð eru þrjár staðsetningar til skoðunar í tveimur kaupstöðum, þ.e. á Dalvík og Húsavík.

Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir umsögn um framkvæmdina. Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort talið sé að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði talið er þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að mati umsagnaraðila á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 5. apríl 2022.

Með umsagnarbeiðninni og fundarboðinu fylgdi skýrsla Íslandsþara um verkefnið, unnið af Mannvit hf. Sveitarstjóri kynnti forsögu verkefnisins og aðkomu Dalvíkurbyggðar að því.

Umhverfisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að vinna drög að umsögn um verkefnið fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Lagt fram til kynningar.

8.Hlutur Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum hf.(áður Tækifæri hf.)

Málsnúmer 202112089Vakta málsnúmer

Á 1017. fundi byggðaráðs þann 17. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað; "Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir erindi til stjórnar Norðurbaða hf. (áður Tækifæri hf.) þar sem gert er grein fyrir áhuga sveitarfélagsins á sölu á sínum eignarhluta og þá hvort áhugi sé fyrir hjá stjórn félagsins á kaupum. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar rafpóstur frá Norðurböðum ehf. (áður Tækifæri ehf.) þar sem fram kemur að stjórn Norðurbaða ehf. tók mjög jákvætt í erindið og mun stjórn fá ráðgjafa stjórnar til að vinna málið áfram og hafa samband við Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Norðurböðum hf., rafpóstur dagsettur þann 14. febrúar 2022, þar sem fram kemur staðfesting á því að það er gagnkvæmur áhugi hjá félaginu að kaupa hlut Dalvíkurbyggðar. Dalvíkurbyggð á að nafnvirði kr. 6.897.040 í félaginu eða 0,92%. Norðurböð hf. eru tilbúin að leggja fram kauptilboð í alla hluti Dalvíkurbyggðar og er kaupverðið tilgreint í erindinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óska eftir verði og tímaáætlun frá KPMG í vinnu við óháð mat á verðmæti eignarhluta sveitarfélagsins í Norðurböðum ehf."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sendi beiðni til KPMG í samræmi við ofangreint þann 21. febrúar sl. Sviðsstjóri gerði grein fyrir í hvaða farvegi málið er.

Lagt fram tilkynningar.

9.Heilsufarsmælingar 2022

Málsnúmer 202203019Vakta málsnúmer

Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 er gert ráð fyrir að bjóða starfsmönnum Dalvíkurbyggðar upp á heilsufarsmælingar.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sendi út verðfyrirspurn þann 8. mars sl. á 4 aðila. Svör bárust frá 3 aðilum fyrir tilskilinn tíma sem var 16. mars sl. kl. 16:00.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn / innkauparáði að fjalla um ofangreint og taka ákvörðun, ef innan heimilda í fjárhagsáætlun, hvort og við hvaða aðila á að ganga til samstarfs við um heilsufarsmælingar 2022.
Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að allir starfsmenn og kjörnir fulltrúar sem eru á launaskrá hjá sveitarfélaginu sé gefinn kostur á heilsufarsmælingu.

10.Stofnframlög - opnað fyrir umsóknir

Málsnúmer 202110006Vakta málsnúmer

Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1018. fundi byggðaráðs þann 24. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "a) Tekin fyrir frétt af vef HMS þar sem fram kemur að hægt er að sækja um stofnframlög ríkisins á heimasíðu HMS og er umsóknarfrestur til 21. mars 2022. Um er að ræða fyrri úthlutun ársins. Fram kemur að mikilvægt er fyrir umsækjendur og sveitarfélög þar sem sótt er um stofnframlög að hafa eftirfarandi þætti í huga vegna umsókna um stofnframlög: Skila þarf inn staðfestingu um veitingu stofnframlags af hálfu þess sveitarfélags þar sem almennar íbúðir verða staðsettar. Með ofangreindri staðfestingu þarf að fylgja staðfesting á fjárhæð og formi stofnframlags sveitarfélags, Hægt er að nálgast auglýsinguna hér; https://hms.is/media/11557/220217-stofnframlog2_255x390.pdf b) Á heimasíðu Dalvíkurbyggðar er hægt að nálgast reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög. https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/Eldra/180823.reglur-dalvikurbyggdar-um-stofnframlog_.pdf Fram kemur í 5 gr. að Dalvíkurbyggð auglýsir eftir umsóknum um stofnframlög að jafnaði einu sinni á ári. a) Lagt fram til kynningar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt reglum sveitarfélagsins, þannig að umsóknarfrestur verði til og með 9. mars nk." Auglýsing skv. b) lið hér að ofan var birt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar þann 28. febrúar 2022, sbr. https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-1/category/1/opid-fyrir-umsoknir-um-stofnframlog-1. Engar umsóknir bárust um stofnframlög frá Dalvíkurbyggð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja umsóknarfrest til og með 16. mars nk."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að engar umsóknir bárust Dalvíkurbyggð eftir að frestur var framlengdur.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja frestinn til og með 21. mars nk.
Byggðaráð samþykkir jafnframt að þeim aðilum sem vitað er um að mögulega geta sótt um stofnframlög verði send ábendingu um framlengdan frest.

11.Frá félagsmálaráðuneytinu; Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks

Málsnúmer 202203053Vakta málsnúmer

Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað:

"b) Tekinn fyrir rafpóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, dagsettur þann 9. mars 2022, sem er erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks. Ráðuneytið leitar hér með til sveitarfélagsins um þátttöku í þessu brýna verkefni. Þátttakan getur verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags. Þess er óskað að áhugasöm sveitarfélög hafi samband við ráðuneytið með því að senda póst á netfangið frn@frn.is.
b) Byggðaráð er áhugasamt um að taka á móti flóttamönnum og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda rafpóst á ofangreint netfang. Byggðaráð leggur jafnframt til að hugað verði að samráði og samstarfi við sveitarfélögin í kring í gegnum SSNE."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir upplýsingafundi sem sveitarstjóri og sviðsstjóri sóttu f.h. Dalvíkurbyggðar ásamt sviðsstjóra félagsmálasviðs sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið boðaði með bæjar- og sveitarstjórum og félagsmálastjórum um skipulag á komu flóttafólks frá Úkraínu til Íslands.
Lagt fram til kynningar.

12.Vinabæjasamstarf; undirbúningur fyrir Dalvíkurbyggð 2021

Málsnúmer 202001002Vakta málsnúmer

Á 1020. fundi byggðaráð þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 327. fundi sveitarstjórnar þann 15. september 2020 var eftirfarandi bókað: Á 930. fundi byggðaráðs þann 9. janúar 2020 var sveitarstjóra falið að senda hugmynd um breyttar áherslur vinabæjarmótanna til hinna vinabæjanna í samstarfinu. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur, dagsettur þann 31. ágúst 2020, frá Borga (Porvoo) sem er svar við rafpósti sveitarstjóra frá 28. janúar 2020 varðandi vangaveltur um hvernig á að fara með fyrirhugað vinabæjamót 2021 i ljósi stöðu mála vegna Covid vírusar. a) Halda áfram með áætlanir um mót á Dalvík 2021? b) Hætta við undirbúningsfund 2020 og halda hann árið 2021 með því markmiði af hafa mótið 2022 á Dalvik ? c) Setja allar áætlanir á bið og taka stöðuna í ágúst 2021 ? d) Aðrar tillögur. Til umræðu ofangreint. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að allar áætlanir um vinabæjamót og undirbúnings þess verði sett á bið og staðan tekin í ágúst 2021. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá vinabænum Lund, dagsettur þann 3. mars 2022, þar sem innt er eftir hvort Dalvíkurbyggð sé farið að huga að hvort og þá hvenær sé fyrirhugaður undirbúningsfundur fyrir mót í Dalvíkurbyggð. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 er ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna vinabæjasamstarfs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum til umsagnar framkvæmdastjórnar og að málið komi síðan aftur fyrir byggðaráð."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir umsögn framkvæmdastjórnar. Framkvæmdastjórn leggur til að þiggja boð frá Lund um að þau haldi áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi og að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu framkvæmdastjórnar að óskað verði eftir því við Lund að halda áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi. Byggðaráð samþykkir jafnframt að vísað verði til Ungmennaráðs að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna.

13.Frá Þórhildi Örnu Þórisdóttur; Aflétting á kvöðum vegna sölu á Brimensbraut 33

Málsnúmer 202203057Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Fasteignasölunni Byggð, rafpóstur dagsettur þann 8. mars sl., þar sem óskað er eftir afléttingu á kvöðum vegna sölu á eigninni við Brimnesbraut 33 en íbúðin er háð ákvæðum laga um félagslegar kaupleiguíbúðir, eins og þau eru á hverjum tíma.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afléttingu á öllum ofangreindum kvöðum er snúa að Dalvíkurbyggð. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

14.Fundarboð aðalfundar Lánasjóðsins 2022 - 1. apríl, kl. 1500

Málsnúmer 202203062Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsettur þann 11. mars sl., þar sem boðað er til aðalfundar Lánasjóðsins föstudaginn 1. apríl nk. kl. 15:00. Allir sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt á að sækja aðalfundinn. Sveitarstjóri er sjálfkrafa handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

15.Ársþing SSNE 8.-9. apríl 2022

Málsnúmer 202202112Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 11. mars sl., þar sem boðað er til ársþings Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi, SSNE 2022. Þingið fer fram á Fosshóteli Húsavík 8. og 9. apríl nk. Meðfylgjandi er dagskrá þingsins ásamt þingskjölum.
Lagt fram til kynningar.

16.Frá Háskóla Íslands; Skýrsla - reynsla og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi

Málsnúmer 202203071Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Háskóla Íslands, stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, dagsettur þann 9. mars sl., þar sem vakin er athygli á nýútkominni skýrslu um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda skýrsluna til kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar.

17.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Umsögn í samráðsgátt - sveitarstjórnarlög íbúakosningar

Málsnúmer 202203061Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 12. mars 2022, þar sem kynnt er umsögn Sambandsins við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar o.fl.), mál nr. 53/2022.
Lagt fram til kynningar.

18.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál.

Málsnúmer 202203058Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 10. mars sl., þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

19.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál.

Málsnúmer 202203055Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 10. mars sl. þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

20.Fréttabréf SSNE 2022

Málsnúmer 202202049Vakta málsnúmer

Til kynningar fréttabréf SSNE febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs