Heilsufarsmælingar 2022

Málsnúmer 202203019

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1021. fundur - 17.03.2022

Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 er gert ráð fyrir að bjóða starfsmönnum Dalvíkurbyggðar upp á heilsufarsmælingar.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sendi út verðfyrirspurn þann 8. mars sl. á 4 aðila. Svör bárust frá 3 aðilum fyrir tilskilinn tíma sem var 16. mars sl. kl. 16:00.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn / innkauparáði að fjalla um ofangreint og taka ákvörðun, ef innan heimilda í fjárhagsáætlun, hvort og við hvaða aðila á að ganga til samstarfs við um heilsufarsmælingar 2022.
Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að allir starfsmenn og kjörnir fulltrúar sem eru á launaskrá hjá sveitarfélaginu sé gefinn kostur á heilsufarsmælingu.

Sveitarstjórn - 343. fundur - 22.03.2022

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:44 og tók við fundarstjórn á ný.

Á 1021. fundi byggðaráðs þann 17. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 er gert ráð fyrir að bjóða starfsmönnum Dalvíkurbyggðar upp á heilsufarsmælingar. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sendi út verðfyrirspurn þann 8. mars sl. á 4 aðila. Svör bárust frá 3 aðilum fyrir tilskilinn tíma sem var 16. mars sl. kl. 16:00. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn / innkauparáði að fjalla um ofangreint og taka ákvörðun, ef innan heimilda í fjárhagsáætlun, hvort og við hvaða aðila á að ganga til samstarfs við um heilsufarsmælingar 2022. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að allir starfsmenn og kjörnir fulltrúar sem eru á launaskrá hjá sveitarfélaginu sé gefinn kostur á heilsufarsmælingu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um heilsufarsmælingar starfsmanna og kjörinna fulltrúa.