Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða

Málsnúmer 202101095

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 974. fundur - 28.01.2021

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 22. janúar 2021, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 60. fundur - 03.02.2021

Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuveganefnd Alþingis sem sendur var 22. janúar 2021. Nú er til umsagnar frumvarp tillaga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar2021
Lagt fram til kynningar.