Verkfallslisti 2020/2021

Málsnúmer 202008020

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 973. fundur - 14.01.2021

Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi auglýsing um skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem eru undanþegin verkfallsheimild, listi frá árinu 2019. Einnig fylgdi fundarboði listi með tillögum að breytingum vegna breytinga á starfsheitum hjá Dalvíkurbyggð sem og vegna aukinnar þjónustu í málefnum fatlaðra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem eru undanþegin verkfallsheimild með fyrirliggjandi tillögum að breytingum og vísar skránni til umsagnar stéttarfélaga eftir því sem við á."

Birting í Stjórnartíðindum þarf að vera fyrir 1. febrúar ár hvert svo að nýr listi öðlist gildi.

Rúna vék af fundi kl. 14:23.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan verkfallslista eins og hann liggur fyrir með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og með fyrirvara um frekari umsagnir stéttarfélaga og sviðsstjóra.

Sveitarstjórn - 331. fundur - 19.01.2021

Á 973. fundi byggðaráðs þann 14. janúar 2021 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan verkfallslista eins og hann liggur fyrir með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og með fyrirvara um frekari umsagnir stéttarfélaga og sviðsstjóra."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að sveitarstjórn veiti byggðaráði fullnaðarumboð til að fjalla um og afgreiða athugasemdir sem kunna að koma við ofangreindan og meðfylgjandi lista.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu Dalvíkurbyggðar um skrá yfir störf undanþegin verkfallsrétti.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar um að byggðaráð fái fullnaðarumboð til að fjalla um og afgreiða athugasemdir sem kunna að koma við listann.

Byggðaráð - 974. fundur - 28.01.2021

Á 331. fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar 2021 samþykkti sveitarstjórn fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu Dalvíkurbyggðar um skrá yfir störf undaþegin verkfallsrétti og samþykkti jafnframt tillögu um að byggðaráð fái fullnaðarumboð til að fjalla um og afgreiða athugasemdir sem kunna að koma við listann.

Með fundarboði fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 26. janúar 2021, þar sem fram kemur að búið er að leita samráðs við öll stéttarfélögin sem um ræðir og liggur fyrir samþykki fyrir öll starfsheitin nema 2 sem viðkomandi stéttarfélög hafa hafnað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi auglýsingu Dalvíkurbygðgar um skrá yfir störf undanþegin verkfallsrétti með þeim breytingum að tekin er út þau tvö starfsheiti sem fengu ekki samþykki í samráðsferlinu.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að undirrita auglýsinguna og auglýsa í Stjórnartíðindum fyrir 1. febrúar nk.