Spennistöð á Norðurgarði, leigusamningur

Málsnúmer 202009011

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 970. fundur - 10.12.2020

Lagður fram leigusamningur vegna hluta húsnæðis sem er staðsett í austurhluta masturshúss 3 sem er á Norðurgarði Dalvíkurhafnar. Leigusamningurinn er við Rarik um spennistöðvarrými fyrir hafnarrafmagn við Dalvíkurhöfn. Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar óskaði eftir stækkun á spenni vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á möguleikum Hafnasjóða að standa við kröfur um orkuskipti í höfnum.

Umræddur leigusamningur er hefðbundið form sem Rarik hefur notað vegna húsnæðis fyrir spenna sem fyrirtækið hefur leigt af viðskiptavinum sínum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta umfjöllun og afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um samninginn.

Byggðaráð - 971. fundur - 17.12.2020

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Lagður fram leigusamningur vegna hluta húsnæðis sem er staðsett í austurhluta masturshúss 3 sem er á Norðurgarði Dalvíkurhafnar. Leigusamningurinn er við Rarik um spennistöðvarrými fyrir hafnarrafmagn við Dalvíkurhöfn. Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar óskaði eftir stækkun á spenni vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á möguleikum Hafnasjóða að standa við kröfur um orkuskipti í höfnum. Umræddur leigusamningur er hefðbundið form sem Rarik hefur notað vegna húsnæðis fyrir spenna sem fyrirtækið hefur leigt af viðskiptavinum sínum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta umfjöllun og afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um samninginn."

Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kynnti minnisblað sem lagt var fram á fundinum, dagsett þann 17. desember 2020 varðandi málið.

Til umræðu ofangreint.

Þorsteinn vék af fundi kl. 13:22.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samning eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 331. fundur - 19.01.2021

Á 971. fundi byggðaráðs þann 17. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00. Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað: "Lagður fram leigusamningur vegna hluta húsnæðis sem er staðsett í austurhluta masturshúss 3 sem er á Norðurgarði Dalvíkurhafnar. Leigusamningurinn er við Rarik um spennistöðvarrými fyrir hafnarrafmagn við Dalvíkurhöfn. Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar óskaði eftir stækkun á spenni vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á möguleikum Hafnasjóða að standa við kröfur um orkuskipti í höfnum. Umræddur leigusamningur er hefðbundið form sem Rarik hefur notað vegna húsnæðis fyrir spenna sem fyrirtækið hefur leigt af viðskiptavinum sínum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta umfjöllun og afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um samninginn." Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kynnti minnisblað sem lagt var fram á fundinum, dagsett þann 17. desember 2020 varðandi málið. Til umræðu ofangreint. Þorsteinn vék af fundi kl. 13:22.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samning eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan samning við Rarik eins og hann liggur fyrir.