Atvinnulífskönnun í kjölfar Covid19

Málsnúmer 202004142

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 942. fundur - 30.04.2020

Íris Hauksdóttir kynnti fyrir byggðaráði spurningar sem senda á út til um 80 fyrirtækja í Dalvíkurbyggð strax við upphaf næstu viku.

Þessi könnun er gerð til að fá sem raunhæfasta mynd af atvinnulífinu í Dalvíkurbyggð í kjölfar kórónuveirunnar.
Byggðaráð fór yfir drögin að könnuninni og kom með sínar athugasemdir.

Íris vék af fundi kl. 14:27.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 53. fundur - 06.05.2020

Atvinnulífskönnun hefur verið send út til fyrirtækja í byggðalaginu til könnunar á stöðu þeirra í kjölfar Covid19 faraldursins.

Lagt fram til kynningar.
Atvinnumála- og kynningaráð lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu atvinnulífs í Dalvíkurbyggð í kjölfar Covid-19. Ráðið vonast til að sem flestir svari könnuninni svo hægt verði að fá sem raunhæfasta mynd af stöðunni í sveitarfélaginu.

Byggðaráð - 944. fundur - 14.05.2020

Niðurstöður Atvinnulífskönnunar á tímum COVID sem gerð var í byrjun maí. Spuringarlistinn var sendur til 74 fyrirtækja í kjölfar samtals og var svörun 54%.

Niðurstöður sýna að áhrifin eru alvarleg, 65% fyrirtækja verða fyrir tekjuskerðingu, 39% þurfa að fækka heilsársstörfum og 71,4% munu ráða færri einstaklinga til sumarstarfa.
Lagt fram til kynningar.