Íris Hauksdóttir kynnti fyrir byggðaráði spurningar sem senda á út til um 80 fyrirtækja í Dalvíkurbyggð strax við upphaf næstu viku.
Þessi könnun er gerð til að fá sem raunhæfasta mynd af atvinnulífinu í Dalvíkurbyggð í kjölfar kórónuveirunnar.
Byggðaráð fór yfir drögin að könnuninni og kom með sínar athugasemdir.
Íris vék af fundi kl. 14:27.