Fjölþætt heilsuefling 65 í Dalvíkurbyggð - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa

Málsnúmer 201911093

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 928. fundur - 05.12.2019

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, mættu á fundinn kl. 11:05 til að kynna drög að samstarfssamningi um heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa og rannsóknarverkefni sem borist hafa frá Janusi Guðlaugssyni, PhD-íþrótta- og heilsufræðingi hjá Janusi heilsueflingu slf.

Rætt um Janusarverkefnið, samningsdrögin og um heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri sem er í boði í dag í sveitarfélaginu.

Gísli Rúnar vék af fundi kl. 11:37.
Byggðaráð frestar frekari umræðu til næsta fundar og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu á milli funda.

Byggðaráð - 929. fundur - 16.12.2019

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi komu inn á fundinn kl. 16:10.

Á 928. fundi byggðaráðs þann 5. desember sl. fól byggðaráð íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu á milli funda.

Gísli og Gísli Rúnar fóru yfir þær upplýsingar sem þeir öfluðu á milli funda. Málin rædd.

Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 16:25.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við vinnuhópinn um heilsueflandi samfélag, íþróttaleiðbeinendur og félag eldri borgara. Úrvinnsla hópsins verði síðan lögð fyrir byggðaráð á nýju ári.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 119. fundur - 03.03.2020

Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs upplýsti ráðið hver væri staðan á heilsueflingu eldra fólks.
Lagt fram til kynningar