Efling atvinnulífs og fjölgun starfa í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201406138

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 1. fundur - 10.07.2014

Í málefna- og samstarfssamningi B-lista Framsókar og D-lista Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar segir eftirfarandi um atvinnumál og nýsköpun:


Öflugt atvinnulíf er grunnur að góðu samfélagi. Hlúa skal að fyrirtækjum og
þeirri atvinnustarfsemi sem fyrir er með góðri umgjörð sveitarfélagsins svo
fyrirtækin hafi möguleika til að vaxa og dafna.
? Markvisst verði unnið með öllum fyrirtækjum að nýsköpun með það að markmiði að fjölga störfum og auka fjölbreytni.
? Til verði klasasamstarf þar sem bændur og aðrir framleiðendur deila reynslu, efla hver annan, þar sé vettvangur fyrir nýsköpun og samstarf.
? Leitað verði leiða til að fá starfsemi ríkisstofnana í sveitarfélagið að hluta eða í heild.

Eftirfarandi kemur fram undir kaflanum Ferðaþjónusta;
Stuðla skal að samvinnu aðila í ferðaþjónustu með það markmið að ferðamenn séu vel upplýstir um alla þá þjónustu sem er í boði í Dalvíkurbyggð.
? Ferðaþjónustan er mikilvægur vaxtarbroddur í Dalvíkurbyggð og hún hefur alla burði til þess að eflast og dafna í góðu samstarfi ferðaþjónustufyrirtækja og sveitarfélagsins.
? Efla skal og styrkja upplýsingamiðstöð í Bergi.
? Kanna þarf hugmynd um að koma á bændamarkaði t.d. á Húsabakka eða í Árskógi þar sem heimamenn selja/kynna afurðir og uppskeru.
? Öll aðstaða fyrir ferðafólk verði til fyrirmyndar og sé aðlaðandi s.s. tjaldstæði og aðrir áningarstaðir.

Ofangreint til umræðu.
Lagt fram til kynningar.