Frá Pétri Einarssyni; Umsókn um gerð Hvatasamnings.

Málsnúmer 201405164

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 37. fundur - 28.05.2014

Tekið fyrir erindi, móttekið þann 21. maí 2014, frá Pétri Einarssyni þar sem hann óskar eftir gerð Hvatasamnings við Dalvíkurbyggð á grundvelli reglna um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki.

Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu miðað við umræður á fundinum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 1. fundur - 10.07.2014

Á 37. fundi atvinnumálanefndar þann 28. maí 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi, móttekið þann 21. maí 2014, frá Pétri Einarssyni þar sem hann óskar eftir gerð Hvatasamnings við Dalvíkurbyggð á grundvelli reglna um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki.

Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu miðað við umræður á fundinum.

Upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir athugun sinni á forsendum umsóknarinnar.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að hafna ofangreindri umsókn þar sem listasetur er nú þegar starfrækt í sveitarfélaginu. Samkvæmt reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki styður Dalvíkurbyggð ekki verkefni sem raska samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja eða einstaklinga sem fyrir eru á starfssvæðinu.
Atvinnumála- og kynningarráð fagnar framtakinu og finnst það jákvætt.