Atvinnustarfsemi á 2. hæð Ráðhúss

Málsnúmer 201309031

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 34. fundur - 11.09.2013

Dalvíkurbyggð hefur nú eignast allar skrifstofur á gangi á 2. hæð, vestanmegin í Ráðhúsinu, samtals 5 skrifstofur. Nú þegar er starfsemi þar í tveimur herbergjum. Rætt um möguleikana á því að laða hingað starfsemi sem myndi henta fyrir þessa tegund af húsnæði.

Atvinnumála- og kynningarráð - 1. fundur - 10.07.2014

Upplýsingafulltrúi kynnti stöðu mála hvað varðar útleigu á gangi á 2. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur sem Dalvíkurbyggð keypti af Einingu- Iðju. Farið var yfir á fundinum hvað hefur verið gert til þess að vekja athygli á þessari skrifstofuaðstöðu og laða að nýja atvinnustarfsemi með því að benda á þessa aðstöðu.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 6. fundur - 07.01.2015

Í desember 2013 sendi Dalvíkurbyggð kynningarbréf á allar ríkisstofnanir, ráðherra og þingmenn kjördæmisins til að vekja athygli á lausu skrifstofuhúsnæði í eigu Dalvíkurbyggðar á 2. hæð Ráðhússins. Markmiðið var að vekja athygli á þeim möguleikum sem þar felast. Ennfremur var það markmið að benda á Dalvíkurbyggð sem ákjósanlegan kost fyrir tilfærslu starfa frá hinu opinbera út á land.

Fram kom á fundinum að eins og er eru 3 rými af 5 nú í útleigu; myndlist, hársnyrting og snyrtistofa. Mögulega geta orðið einhverjar breytingar og/eða tilfærslur á næstunni hvað það varðar.

Til umræðu ofangreint og hvaða möguleikar eru í stöðunni varðandi ný atvinnutækifæri í Dalvíkurbyggð almennt.
Lagt fram.