Flutningur á höfuðstöðvum Fiskistofu

Málsnúmer 201407030

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 702. fundur - 03.07.2014

Guðmundur St. Jónsson leggur fram eftirfarandi tillögu:

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar. Byggðaráðið telur að slíkur flutningur sé mikilvæg sóknaraðgerð fyrir Akureyri og Eyjafjörð.
Byggðaráð bendir jafnframt á að hluti þeirra starfa sem verða hér fyrir norðan gætu sem best verið í Dalvíkurbyggð, sem er stór útgerðarstaður með sterka innviði. Byggðaráð óskar því eftir því að það verði skoðað um leið og flutningur starfanna verður undirbúinn og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda ályktun.

Atvinnumála- og kynningarráð - 1. fundur - 10.07.2014

Á 702. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar. Byggðaráðið telur að slíkur flutningur sé mikilvæg sóknaraðgerð fyrir Akureyri og Eyjafjörð.
Byggðaráð bendir jafnframt á að hluti þeirra starfa sem verða hér fyrir norðan gætu sem best verið í Dalvíkurbyggð, sem er stór útgerðarstaður með sterka innviði. Byggðaráð óskar því eftir því að það verði skoðað um leið og flutningur starfanna verður undirbúinn og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
Atvinnu- og kynningarmálaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun byggðarráðs.