Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi gjafir til fyrirtækja og félaga.

Málsnúmer 201406080

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 1. fundur - 10.07.2014

Að gefnum tilefnum kom til umræðu hvort ástæða væri til að Dalvíkurbyggð setti sér vinnureglur varðandi gjafir til fyrirtækja og félaga, t.d. vegna stórafmæla.

Sviðsstjóri upplýsti að almennt virðist vera að sveitarfélög hafi ekki sett sér slíkar reglur með formlegum hætti.

Til umræðu ofangreint.
Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 732. fundur - 22.04.2015

Á 1. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 10. júlí 2014 var eftirfarandi bókað:

"Að gefnum tilefnum kom til umræðu hvort ástæða væri til að Dalvíkurbyggð setti sér vinnureglur varðandi gjafir til fyrirtækja og félaga, t.d. vegna stórafmæla.



Sviðsstjóri upplýsti að almennt virðist vera að sveitarfélög hafi ekki sett sér slíkar reglur með formlegum hætti.



Til umræðu ofangreint.

Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar. "





Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að móta drög að reglum hvað varðar viðmið áfangagjafa til fyrirtækja og félaga og hafa til hliðsjónar það sem tíðkast hefur í þessum efnum á undanförnum árum.

Byggðaráð - 742. fundur - 20.08.2015

Á 732. fundi byggðaráðs þann 22. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 1. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 10. júlí 2014 var eftirfarandi bókað: "Að gefnum tilefnum kom til umræðu hvort ástæða væri til að Dalvíkurbyggð setti sér vinnureglur varðandi gjafir til fyrirtækja og félaga, t.d. vegna stórafmæla. Sviðsstjóri upplýsti að almennt virðist vera að sveitarfélög hafi ekki sett sér slíkar reglur með formlegum hætti. Til umræðu ofangreint. Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar. " Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að móta drög að reglum hvað varðar viðmið áfangagjafa til fyrirtækja og félaga og hafa til hliðsjónar það sem tíðkast hefur í þessum efnum á undanförnum árum. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að leiðbeiningum hvað varðar gjafir til fyrirtækja og félaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar leiðbeiningar eins og þær liggja fyrir.