Veitu- og hafnaráð

9. fundur 05. febrúar 2014 kl. 16:00 - 18:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Björnsson sviðstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2014

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Ráðsmenn kynntu sér 362. fundagerð stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lögð fram til kynningar.

2.Hafnir landsins og matvælaöryggi

Málsnúmer 201310076Vakta málsnúmer

Í bréfi Matvælastofnun sem dagsett er 11. október 2013 kemur fram að allar hafnir Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar voru heimsóttar. Einnig kemur eftirfarandi fram, Dalvíkurhöfn og höfnin að Hauganesi er til fyrirmyndar og bent á það að við höfnina á Árskógssandi sé olíutankur óþarflega nærri löndunaraðstöðu þegar litið er til öryggis matvæla.
Yfirhafnaverði falið að kanna hvort hægt sé að bregðast við þeim athugasemdum sem fram koma í bréfi frá Mast.

3.Tillögur að breyttum reglum um skráningu og vigtun sjávarafla

Málsnúmer 201312078Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er 13. desember 2013 og barst með rafpósti 18. desember 2013,er beðið um umsögn vegna tillagna að breyttum reglum um skráningu og vigtun á sjávarafla.
Lagt fram til kynningar.

4.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Við gerð nýs hafnarkants er nauðsyn á að taka deiliskipulag hafnarsvæðisins á Dalvík til endurskoðunar. Einnig hefur verið mikil umræða í ráðinu um þær breytingar sem fyrirsjánalegar eru í nýtingu hafnarinnar og umferð um hana. Þar nægir að nefna þá miklu umferð sem hvalaskoðun kallar á.
Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að Ágúst Hafsteinsson, arkitekt, verði fenginn til þess að vinna að þessari endurskoðun í samráði við ráðið og aðra hagsmunaaðlia sem kallaðir verða að þessu verkefni.

5.Hafskipakantur á Dalvík

Málsnúmer 201303120Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf, sem dagsett er 6. janúar 2014 frá siglingasviði Vegagerðarinnar. Í framangreindu bréfi kemur fram að samkvæmt núverandi flokkun Dalvíkurhafnar þá gæti hún notið ríkisstyrks. Fram kemur einnig að við gerð næstu samgönguáætlunar þá verður flokkun Dalvíkurhafnar endurskoðuð og getur það þá haft áhrif á hvort hafskipakantur nýtur ríkisstyrks. Bréfinu lýkur á því að Vegagerðin mun taka umsókn Dalvíkurhafnar um gerð hafskipakants til skoðunar við gerð næstu samgönguáætlunar en það verður vonandi á þessu ári.
Einnig voru kynntar á fundinum botnrannsóknir og nýjar hugmyndir um staðsetningu á hafnarkantinum.
Kynntur var á fundinum drög að hönnunarsamningi við Vegagerðina.
Hafnastjóra er falið að senda bréf til Vegagerðarinnar til að árétta nauðsyn þess að komast á samgönguáætlun 2014 - 2016. Sviðstjóra er falið að fylgja eftir þeim hugmyndum um staðsetningu á hafnarkantinum og breytingu á hugsanlegum verktíma við Vegagerðina.
Sviðsstjóra falið að vinna að hönnunarsamningi í samræmi við umræður á fundinum.

6.Gagnaveita Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201401123Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur falið veitu- og hafnaráði forsjá Gagnaveitu Dalvíkurbyggðar.
Ráðsmenn kynntu sér fyrirliggjandi skýrslur og var ákeðið að fá framkvæmdastjóra Tengis ehf á næsta fund ráðsins.

7.Gjaldskrárbreytingar hitaveitna, dreifiveitna og flutningsfyritækja raforku

Málsnúmer 201401082Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 13. janúar 2014, kemur fram í máli ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunar að óskað sé að orkufyrirtæki axli ábyrgð á þróun verðlags með því að gæta ítrasta aðhalds og varkárni við gjaldskrárbreytingar.
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar fallið frá hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.

8.Athugasemdir við hitaveitureikninga

Málsnúmer 201401040Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 9. janúar 2014, barst bréf frá Sigurði Viðar Heimissyni, Ara Jóni Kjartanssyni og Ólafi Traustasyni. Í framangreindu bréfi er óskað skýringum hvers vegna hitaveitureikningar þeirra hefðu hækkað eftir að nýju mælarnir voru settir upp hjá þeim. Fram kom í bréfinu að þeir sættu sig ekki við þær útskýringar sem sviðsstjóri gaf þeim að kuldakasti sé um að kenna.
Undir þessu máli er einnig fjallað um spurningar sem Pétur Sigurðsson, ráðsmaður í veitu- og hafnaráði, sendi til sviðstjóra um sambærilegt málefni.
Sem vinnugögn vegna þessa máls eru niðurstöðu prófana á nokkrum af þeim mælum sem niður hafa verið teknir. Staðfesting frá framleiðanda af vottun þeirra mæla sem Hitaveita Dalvíkur notar í dag. Einnig samantektir af seldum rúmmetrum af heitu vatni á árum 2011, 2012 og 2013. Til upplýsingar fyrir ráðsmenn er einnig samanburður húshitunarkostnaðar sem Norðurorka vann og hefur auglýst opinberlega. Einn var samantekt á breytingum á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur frá ágúst 2008 til 1. janúar 2014.
Að lokum eru upplýsingar um breytingar á fasteignarmati og álagningu gjalda frá 2008 til 2013.
Farið var yfir fyrirliggjandi gögn. Gjaldskrá hitaveitu var ekki hækkuð nú um áramótin og samræmi er á milli uppdælds magns úr holum og selds magns. Brögð hafa verið að því að gamlir mælar hafa við prófun ekki staðist kröfur og sumir mælt of lítið. Sviðsstjóra er falið að svara bréfriturum í samræmi við framlögð gögn og skýringar.

Stefnt er að því að aflestur verði tíðari m.a. til að koma í veg fyrir háa uppgjörsreikninga. Fyrirhugað er að um næstu áramót verði breytingar á gjaldskrá og farið verið að selja eftir orkueiningum.

Ákveðið er að halda kynningarfund um nýja mæla og virkni þeirra og stefnt að því að fundurinn verði hinn 26. febrúar nk. Þá verður jafnframt hægt að bregðast við öðrum álitaefnum varðandi síðasta álestur og gjöld.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Björnsson sviðstjóri