Athugasemdir við reikninga frá Hitaveitu Dalvíkur vegna aflesturs og mælaskipta.

Málsnúmer 201401040

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 688. fundur - 16.01.2014

Til umfjöllunar athugasemdir og óskir hluta af viðskiptavinum Hitaveitu Dalvíkur um skýringar vegna hækkunar á hitaveitureikningum vegna mælaskipta.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi prófunarskýrsla á 2 eldri vatnsmælum sem voru í notkun þar sem hækkanir urðu á við aflestur og mælaskipti. Í ljós að koma að þessir mælar mæla minna en þeir hefðu átt að gera.

Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerði grein fyrir ofangreindu.

Samantekið er ástæður fyrir hækkun, í þeim tilfellum þar sem um það er að ræða, á reikningum vegna aflestur eftirtaldar:
1. Eldri mælar mæla minni notkun en raun.
2. Breytingar, s.s. bætt við hita í plani, heitur pottur.
3. Ekki hafi verið lesið af í meira en ár.
4. Meiri kuldi en fyrra ár og því meiri notkun.

Þorsteinn vék af fundi kl.10:15.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefnt verði að íbúafundi í febrúar varðandi kynningu á nýju mælunum.

Veitu- og hafnaráð - 9. fundur - 05.02.2014

Með rafpósti, sem dagsettur er 9. janúar 2014, barst bréf frá Sigurði Viðar Heimissyni, Ara Jóni Kjartanssyni og Ólafi Traustasyni. Í framangreindu bréfi er óskað skýringum hvers vegna hitaveitureikningar þeirra hefðu hækkað eftir að nýju mælarnir voru settir upp hjá þeim. Fram kom í bréfinu að þeir sættu sig ekki við þær útskýringar sem sviðsstjóri gaf þeim að kuldakasti sé um að kenna.
Undir þessu máli er einnig fjallað um spurningar sem Pétur Sigurðsson, ráðsmaður í veitu- og hafnaráði, sendi til sviðstjóra um sambærilegt málefni.
Sem vinnugögn vegna þessa máls eru niðurstöðu prófana á nokkrum af þeim mælum sem niður hafa verið teknir. Staðfesting frá framleiðanda af vottun þeirra mæla sem Hitaveita Dalvíkur notar í dag. Einnig samantektir af seldum rúmmetrum af heitu vatni á árum 2011, 2012 og 2013. Til upplýsingar fyrir ráðsmenn er einnig samanburður húshitunarkostnaðar sem Norðurorka vann og hefur auglýst opinberlega. Einn var samantekt á breytingum á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur frá ágúst 2008 til 1. janúar 2014.
Að lokum eru upplýsingar um breytingar á fasteignarmati og álagningu gjalda frá 2008 til 2013.
Farið var yfir fyrirliggjandi gögn. Gjaldskrá hitaveitu var ekki hækkuð nú um áramótin og samræmi er á milli uppdælds magns úr holum og selds magns. Brögð hafa verið að því að gamlir mælar hafa við prófun ekki staðist kröfur og sumir mælt of lítið. Sviðsstjóra er falið að svara bréfriturum í samræmi við framlögð gögn og skýringar.

Stefnt er að því að aflestur verði tíðari m.a. til að koma í veg fyrir háa uppgjörsreikninga. Fyrirhugað er að um næstu áramót verði breytingar á gjaldskrá og farið verið að selja eftir orkueiningum.

Ákveðið er að halda kynningarfund um nýja mæla og virkni þeirra og stefnt að því að fundurinn verði hinn 26. febrúar nk. Þá verður jafnframt hægt að bregðast við öðrum álitaefnum varðandi síðasta álestur og gjöld.