Hafskipakantur á Dalvík

Málsnúmer 201303120

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 2. fundur - 30.04.2013

Á 1. fundi fundi veitu- og hafnaráðs, 8. mars sl. samþykkti ráðið að fá uppgefinn kostnað við hönnun hafskipakants í Dalvíkurhöfn og jafnframt að fá frumhönnun á framkvæmdinni. Hafnastjóri sendi erindi til Siglingastofnunar um þessi atriði.
Fyrir liggur bréf frá Siglingastofnun dags. 15.04.2013 þar sem gefnar eru upplýsingar varðandi erindið.
Heildarkostnaður með dýpkun m.v. frumathugun, gæti orðið 327 m kr. m.VSK.
Hafnastjóri kallaði eftir breytingu á uppdrætti sem fylgdi sem ekki hefur borist.
Veitu-og hafnaráð fór yfir svör Siglingastofnunar og meðfylgjandi uppdrátt ásamt áætluðum kostnaði við framkvæmdina og felur hafnastjóra og sviðstjóra að vinna frekar að málinu.

Veitu- og hafnaráð - 3. fundur - 22.05.2013

Fyrir fundinum liggur nýtt minnisblað frá Siglingastofnun, Sigurði Sigurðarsyni og Baldri Bjartmarssyni, dags. 6. maí 2013, um aðkomu skipa að nýjum hafskiptakanti. Minnisblaðið er skrifað í kjölfar þess að það var skoðað hvort lega kantsins gæti verið önnur en fram kom á teikningu með minnisblaði dags. 15. apríl 2013. Meðfylgjandi eru þrjár tillögur; A, B og C.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að tillaga C og dýpkunarsvæði verði samkvæmt mynd 4, verði skoðuð nánar og að óskað verði eftir kostnaðarútreikningum á grundvelli hennar.

Veitu- og hafnaráð - 4. fundur - 28.08.2013

Fyrir fundinum lá skýrsla Siglingastofnunar; Dalvíkurhöfn, hafskipakantur. Tillögur og kostnaðarmat. Júní 2013.

Í skýrslunni eru teknar fyrir þrjár útfærslur á hafskipakanti í Dalvíkurhöfn; tillaga I, II og III. Veitu- og hafnaráð hafði áður valið svokallaða leið C sbr.minnisblað Siglingastofnunar frá 6. maí 2013. Tillaga I byggir á þeirri leið. Kostnaður við þá leið er áælaður alls 325 mkr. með VSK. Tillaga II gerir ráð fyrir lengri kanti og stærri þekju og upplandi. Heildarkostnaður við hana er 383 mkr með VSK.
Fyrir liggur álit endurskoðanda hafnarinnar á möguleikum hennar varðandi þessa fjárfestingu m.v. tiltekna lánsupphæð, lánstíma og vexti.

Veitu- og hafnaráð samþykkir að farin verði leið II og felur sviðsstjóra og hafnastjóra að láta hanna mannvirkið m.v. þá útfærslu. Einnig að könnuð verði fjármögnun framkvæmdarinnar m.v. að hún nái yfir tveggja ára tímabil, frá hausti 2013 að telja.Kostnaður við hönnun og útboð er áætlaður um 3 mkr. og kostnaður við botnrannsóknir og dýptarmælingar, sem fara munu fram síðar á haustinu, um 4 mkr. Ekki var gert ráð fyrir þessum fjármunum á fjárhagsáætlun hafnarinnar í ár og felur ráðið stjórnendum að skoða hvort hægt er að koma þessum kostnaði fyrir innan ársins eða hvaða leið verður farin.

Byggðaráð - 671. fundur - 29.08.2013

Formaður byggðarráðs vék af undir þessum lið kl. 10:54 til annarra starfa og varaformaður tók við fundarstjórn.

Sveitarstjóri gerði byggðarráði grein fyrir umfjöllun og afgreiðslu veitu- og hafnaráðs á fundi sínum þann 28. ágúst s.l. um hafskipakant á Dalvík.
Lagt fram.

Veitu- og hafnaráð - 9. fundur - 05.02.2014

Borist hefur bréf, sem dagsett er 6. janúar 2014 frá siglingasviði Vegagerðarinnar. Í framangreindu bréfi kemur fram að samkvæmt núverandi flokkun Dalvíkurhafnar þá gæti hún notið ríkisstyrks. Fram kemur einnig að við gerð næstu samgönguáætlunar þá verður flokkun Dalvíkurhafnar endurskoðuð og getur það þá haft áhrif á hvort hafskipakantur nýtur ríkisstyrks. Bréfinu lýkur á því að Vegagerðin mun taka umsókn Dalvíkurhafnar um gerð hafskipakants til skoðunar við gerð næstu samgönguáætlunar en það verður vonandi á þessu ári.
Einnig voru kynntar á fundinum botnrannsóknir og nýjar hugmyndir um staðsetningu á hafnarkantinum.
Kynntur var á fundinum drög að hönnunarsamningi við Vegagerðina.
Hafnastjóra er falið að senda bréf til Vegagerðarinnar til að árétta nauðsyn þess að komast á samgönguáætlun 2014 - 2016. Sviðstjóra er falið að fylgja eftir þeim hugmyndum um staðsetningu á hafnarkantinum og breytingu á hugsanlegum verktíma við Vegagerðina.
Sviðsstjóra falið að vinna að hönnunarsamningi í samræmi við umræður á fundinum.