Hafnir landsins og matvælaöryggi

Málsnúmer 201310076

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 9. fundur - 05.02.2014

Í bréfi Matvælastofnun sem dagsett er 11. október 2013 kemur fram að allar hafnir Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar voru heimsóttar. Einnig kemur eftirfarandi fram, Dalvíkurhöfn og höfnin að Hauganesi er til fyrirmyndar og bent á það að við höfnina á Árskógssandi sé olíutankur óþarflega nærri löndunaraðstöðu þegar litið er til öryggis matvæla.
Yfirhafnaverði falið að kanna hvort hægt sé að bregðast við þeim athugasemdum sem fram koma í bréfi frá Mast.

Veitu- og hafnaráð - 16. fundur - 10.09.2014

Með bréfi sem dagsett er 11. október 2013 kemur fram að olíutankur er staðsettur óþarflega nærri löndunaraðstöðu á Árskógssandi.
Veitu- og hafnaráð samþykkir fyrirhugaða staðsetningu á olíutanki og óskar eftir því við Skeljung hf. að flytja hann á þann stað sem fram kemur á teikningu.