Frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu; Gjaldskrárbreytingar hitaveitna, dreifiveitna og flutningsfyritækja raforku.

Málsnúmer 201401082

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 689. fundur - 23.01.2014

Tekið fyrir bréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 13. janúar 2014, þar sem lagt er á það rík áhersla að hitaveitur, dreifiveitur og flutningsfyrirtæki raforku gæti ítrasta aðhalds og varkárni við gjaldskrárbreytingar. Vonast er til að með þessum hætti leggi orkufyrirtækin þannig sitt af mörkum til að tryggja verðlagsstöðugleika í landinu.
Byggðarráð telur rétt að árétta að gjaldskrá Hitaveitur Dalvikur fyrir árið 2014 er frá árinu 2013 þannig að búið er að bregðast við erindinu.

Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 9. fundur - 05.02.2014

Með bréfi sem dagsett er 13. janúar 2014, kemur fram í máli ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunar að óskað sé að orkufyrirtæki axli ábyrgð á þróun verðlags með því að gæta ítrasta aðhalds og varkárni við gjaldskrárbreytingar.
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar fallið frá hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.