Gagnaveita Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201401123

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 9. fundur - 05.02.2014

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur falið veitu- og hafnaráði forsjá Gagnaveitu Dalvíkurbyggðar.
Ráðsmenn kynntu sér fyrirliggjandi skýrslur og var ákeðið að fá framkvæmdastjóra Tengis ehf á næsta fund ráðsins.

Veitu- og hafnaráð - 11. fundur - 25.03.2014

Á fund ráðsins var mættur Gunnar Björn Þórhallsson, framkvæmdastjóri og Bjarni Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður.
Gunnar Björn kynnti Tengir hf. en það fyrirtæki hefur lagt dreifikerfi um Eyjafjörð og víðar. Í máli hans kom fram upplýsingar um kostnað við tengingu við ljósleiðara og flutningsgetu hans. Ráðsmenn báru fram fyrirspurnir um ýmsa þætti við lagningu og rekstur svona kerfis.
Björgvin Hjörleifsson, Gunnar Björn Þórhallsson og Bjarni Valdimarsson véku af fundi kl 17:10
Sviðsstjóra er falið að ræða við Tengi hf um að fara í frekari kostnaðargreiningu á að tryggja þéttbýliskjörnum á Ströndinni og í Svarfaðardal og Skíðadal.

Veitu- og hafnaráð - 22. fundur - 14.01.2015

Á fundinn voru mættir Gunnar Björn Þórhallsson og Steinmar Rögnvaldsson frá Tengi hf. Þeir gerður grein fyrir hugsanlegri áfangaskiptingu á uppbyggingu gagnaveitu í Dalvíkurbyggð.
Sviðsstjóra falið að yfirfara tillögurnar að teknu tilliti til umræðna sem áttu sér stað á fundinum. Stefnt er að öðrum fundi um mál gaganveitu nú í janúar.

Veitu- og hafnaráð - 23. fundur - 28.01.2015

Undir þessum lið kom Gunnar Björn Þórhallsson frá Tengi ehf. Hann kynnti frumhönnun gagnaveitu fyrir dreifbýli í Dalvíkurbyggð.
Upplýsinga eru aðgengilegar undir málinu. Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 24. fundur - 11.02.2015

Fyrir liggur samningur um lagningu ljósleiðara um Dalvíkurbyggð frá árinu 2007 og drög að samningi um framhald verkefninsins.
Ákvörðun frestað til næsta fundar.

Veitu- og hafnaráð - 25. fundur - 25.02.2015

Til umræður hefur verið í veitu- og hafnaráði hvernig best verði staðið að því að tryggja íbúum Dalvíkurbyggðar öruggt netsamband. Veitu- og Hafnaráð hefur leitað til Tengis hf, en það fyrirtæki lagði ljósleiðara um Árskógsströnd og Svarfaðardal 2007. Það verk var unnið í tengslum við lagningu dreifikerfis á heitu- og köldu vatni um framangreint svæði. Fyrir liggja nú drög að samningi við Tengi hf til þriggja ára um að ljúka því verki sem hófst á árinu 2007.
Með vísan til tölvupósts, sem dagsettur er 19. febrúar 2015, frá Tengi hf vegna efniskaupa vegna þeirra framkvæmda sem fyrirhugðar eru fyrir þetta ár. Veitu- og hafnaráð óskar eftir því við Tengi hf að reikna með því í ofangreindum efniskaupum að farið verið í framkvæmdir samkvæmt framkvæmaáætlun vegna gagnaveitu í Dalvíkurbyggð.



Veitu- og hafnaráð samþykkir að ganga til samninga við Tengi hf á grundvelli framlagðs draga að samningi.

Veitu- og hafnaráð - 26. fundur - 10.03.2015

Fyrir fundinum liggja samningsdrög við Tengi hf um lagningu ljósleiðara í Dalvíkurbyggð.
Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

Byggðaráð - 729. fundur - 26.03.2015

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:27.



Á 267. fundi sveitarstjórnar þann 17. mars 2015 var samþykkt samhljóða sú tillaga að vísa tillögu veitu- og hafnaráðs frá 26. fundi ráðsins þann 10. mars 2015 um að ganga til samninga við Tengir hf. um lagningu ljósleiðara í Dalvíkurbyggð á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga til byggðarráðs.



Með fundarboði byggðarráðs fygldi einnig erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 25. mars 2015, þar sem eftirfarandi kemur fram:

"Gagnaveita Dalvíkurbyggðar, í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs er gert ráð fyrir fjárheimildum vegna gagnaveitu á tveimur stöðum, annars vegar undir rekstri á bókhaldslykli 47-42-4320 er gert ráð fyrir kr. 6.500.000,- og hins vegar á fjárfestingalykli 48-19-11504 en þar er gert ráð fyrir kr. 4.000.000,-.

Óskað er eftir því að þessar fjárhæðir verði sameinaðar undir fjárfestingalykli 48-19-11503, en hann er án vsk."



Þorsteinn vék af fundi kl.13:54.
a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samninginn eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

b) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs á breytingu á fjárhagsáætlun þannig að kr. 3.500.000 verði fluttar af lið 48-19-11504 og á lið 47-42-4320; alls kr. 10.000.000 árið 2015 vegna áfanga #1.

Veitu- og hafnaráð - 28. fundur - 29.04.2015

Kynning á fundi sem sveitarstjóri á með fulltrúum Mílu ehf 10. apríl sl.
Sveitarstjóri gerði ráðsmönnum grein fyrir ofangreindum fundi.

Veitu- og hafnaráð - 44. fundur - 17.02.2016

Tengir hf. hefur hug á að ljósleiðaravæða þéttbýlið á Dalvík með samningi þar um. Í fyrstu grein samningsins segir:

"Dalvíkurbyggð og Tengir hf. gera með sér samning um að Tengir hf. taki að sér þær verklegar framkvæmir á næstu mánuðum og árum sem hafa það að leiðarljósi að heimilum og fyrirtækjum á Dalvík verði gefinn kostur á aðgengi að ljósleiðaraneti Tengis hf. Þessi framkvæmd verður gerð út frá fjárhagslegum forsendum Tengis hf.."

Farið er fram á að aðkoma Dalvíkurbyggðar verði með þeim hætti að kynna verkefnið fyrir íbúum en í 6. gr. samningins segir:

"Dalvíkurbyggð tekur að sér að kynna verkefnið í samstarfi við Tengir hf. fyrir íbúum Dalvíkur. T.d. með upplýsingarfundum í hverfum bæjarins eða íbúafundi þar sem framkvæmdir koma til með að fara fyrst í gang."
Veitu- og hafnaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan samstarfssamning og beinir því til sveitarstjórnar að staðfesta samþykkt ráðsins.

Byggðaráð - 769. fundur - 25.02.2016

Á 44. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tengir hf. hefur hug á að ljósleiðaravæða þéttbýlið á Dalvík með samningi þar um. Í fyrstu grein samningsins segir: "Dalvíkurbyggð og Tengir hf. gera með sér samning um að Tengir hf. taki að sér þær verklegar framkvæmir á næstu mánuðum og árum sem hafa það að leiðarljósi að heimilum og fyrirtækjum á Dalvík verði gefinn kostur á aðgengi að ljósleiðaraneti Tengis hf. Þessi framkvæmd verður gerð út frá fjárhagslegum forsendum Tengis hf.." Farið er fram á að aðkoma Dalvíkurbyggðar verði með þeim hætti að kynna verkefnið fyrir íbúum en í 6. gr. samningins segir: "Dalvíkurbyggð tekur að sér að kynna verkefnið í samstarfi við Tengir hf. fyrir íbúum Dalvíkur. T.d. með upplýsingarfundum í hverfum bæjarins eða íbúafundi þar sem framkvæmdir koma til með að fara fyrst í gang."

Veitu- og hafnaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan samstarfssamning og beinir því til sveitarstjórnar að staðfesta samþykkt ráðsins. "



Til umfjöllunar ofangreint.



Þorsteinn vék af fundi kl. 13:45.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samstarfssamning og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.