Dalvíkurhöfn verði tollhöfn

Málsnúmer 202104001

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 103. fundur - 09.04.2021

Kristján Hjartarson, aðalmaður, kom á fundinn undir þessum lið kl. 09:00.

Til þess að útvíkka þjónustuhlutverk Dalvíkurhafnar er nauðsyn á að hún verði skilgreind sem tollhöfn. Til að svo megi verða þarf að senda inn umsókn um erindið til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Slík leyfisveiting kallar á að ráðuneytið framkvæmi reglugerðarbreytingu. Að mati veitu- og hafnaráðs eykur slík leyfisveiting möguleika á frekari umsvifum Dalvíkurhafnar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela hafnastjóra að senda umsókn um að Dalvíkurhöfn verði skilgreind sem tollhöfn.

Sveitarstjórn - 335. fundur - 20.04.2021

Á 103. fundi veitu- og hafnaráðs Dalvíkurbyggðar þann 9. apríl sl. var eftirfarandi bókað:

"Kristján Hjartarson, aðalmaður, kom á fundinn undir þessum lið kl. 09:00.

Til þess að útvíkka þjónustuhlutverk Dalvíkurhafnar er nauðsyn á að hún verði skilgreind sem tollhöfn. Til að svo megi verða þarf að senda inn umsókn um erindið til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Slík leyfisveiting kallar á að ráðuneytið framkvæmi reglugerðarbreytingu. Að mati veitu- og hafnaráðs eykur slík leyfisveiting möguleika á frekari umsvifum Dalvíkurhafnar.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela hafnastjóra að senda umsókn um að Dalvíkurhöfn verði skilgreind sem tollhöfn."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Jón Ingi Sveinsson.
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

Veitu- og hafnaráð - 109. fundur - 12.11.2021

Til kynningar: Umsókn um Tollhöfn er komin áleiðis í ferli. Tollurinn óskaði eftir viðbótarupplýsingum í sína umsögn sem fer til ráðuneytisins. Þar mun ráðuneytið gera nauðsynlegar breytingar á reglugerð til að Dalvíkurhöfn geti talist til Tollhafnar.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála.

Veitu- og hafnaráð - 110. fundur - 17.12.2021

Sviðsstjóri fór yfir stöðu máls Dalvíkurbyggðar um umsókn um að Dalvíkurhöfn verði tollhöfn. Vonir standa til að málin skýrist í janúar.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 111. fundur - 14.01.2022

Umsókn um að Dalvíkurhöfn verði tollhöfn er í lokaferli. Til að athafnasvæði tollsins fái samþykkt þarf svæðið að vera afgirt. Fyrir ráðinu liggja tvær tillögur að girðingastæðum og fer það eftir því hvaða hús verða tollgeymslur hvernig þarf að girða svæðið af.
Veitu- og hafnaráð vísar lokunum á umferðaæðum á hafnarsvæðinu til umsagnar í umhverfisráði og í kynningu meðal notenda hafnarinnar, bæði hvað varðar tillögu a og tillögu b eða aðra útfærslu, eftir því hvað verður ofan á, með staðsetningu á tollgeymslu.

Umhverfisráð - 368. fundur - 10.02.2022

Á 111. fundi veitu- og hafnaráðs þann 14. janúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Umsókn um að Dalvíkurhöfn verði tollhöfn er í lokaferli. Til að athafnasvæði tollsins fái samþykkt þarf svæðið að vera afgirt. Fyrir ráðinu liggja tvær tillögur að girðingastæðum og fer það eftir því hvaða hús verða tollgeymslur hvernig þarf að girða svæðið af.
Veitu- og hafnaráð vísar lokunum á umferðaæðum á hafnarsvæðinu til umsagnar í umhverfisráði og í kynningu meðal notenda hafnarinnar, bæði hvað varðar tillögu a og tillögu b eða aðra útfærslu, eftir því hvað verður ofan á, með staðsetningu á tollgeymslu."

Með fundarboði fylgdu uppdrættir að tveimur lokunartillögum á hafnarsvæðinu. Um tímabundnar lokanir yrði að ræða, allt að tvisvar í mánuði í u.þ.b. sex klst í hvert skipti. Bjarni Daníelsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs kynnti málið og stöðu þess fyrir ráðinu. Ekki hefur ennþá verið tekin ákvörðun hjá málsaðilum um staðsetningu tollgeymslunnar.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 112. fundur - 11.02.2022

Sviðsstjóri fór yfir stöðuna á umsóknarferlinu. Málinu miðar hægt áfram og enn er óljóst með staðsetningu tollgeymslu en það þarf að liggja fyrir áður en ráðuneytið tekur málið til afgreiðslu. Því hefur málið ekki enn verið kynnt hagsmunaaðilum en það verður gert um leið og endanleg staðsetning liggur fyrir.

Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 127. fundur - 06.09.2023

Málinu er frestað, samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.