Ósk um lóð fyrir verbúð á Hauganesi

Málsnúmer 201811153

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 313. fundur - 14.12.2018

Með innsendu erindi dags. 29. nóvember 2018 ósk þeir Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson og Haukur Bermann Gunnarsson eftir lóð fyrir verbúð á Hauganesi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Ráðið getur að svo stöddu ekki afgreitt umsóknina þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu. Á starfsáætlun 2019 er gert ráð fyrir að deiliskipuleggja svæðið og er því erindinu vísað áfram til þeirrar vinnu.
Samþykkt með fimm atkvæðum.