Fjárhagsáætlun 2019; Frá Hjörleifi Hjartarsyni; Friðland Svarfdæla

Málsnúmer 201808076

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 18. ágúst 2018, þar sem Hjörleifur minnir á að við gerð fjárhagsáætlunar 2019 þurfi að gera ráð fyrir verkefnum tengd Friðlandi Svarfdæla sem áður voru á höndum Náttúruseturs á Húsabakka.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir að fá rökstudda tillögu að afgreiðslu.

Byggðaráð - 883. fundur - 17.10.2018

Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 18. ágúst 2018, þar sem Hjörleifur minnir á að við gerð fjárhagsáætlunar 2019 þurfi að gera ráð fyrir verkefnum tengd Friðlandi Svarfdæla sem áður voru á höndum Náttúruseturs á Húsabakka.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir að fá rökstudda tillögu að afgreiðslu."

Á fundinum upplýsti sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs að erindið hefur ekki verið tekið fyrir í umhverfisráði þar sem beðið er eftir viðbrögðum frá Umhverfisstofnun varðandi drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar um Friðland Svarfdæla.

Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var meðal annars bókað:"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að eiga fund með Umhverfisstofnun um ofangreind samningsdrög og koma ábendingum sem fram hafa komið á framfæri."

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir fundi sem hann og fyrrverandi sveitarstjóri áttu með Umhverfisstofnun og hvar málið er statt.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með Umhverfisstofnun við fyrsta tækifæri í Dalvíkurbyggð svo hægt sé að ljúka málinu hið fyrsta.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir kr. 1.000.000 á fjárhagsáætlun 2019 vegna Friðlands Svarfdæla; viðhald og uppbygging.

Umhverfisráð - 311. fundur - 19.10.2018

Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 18. ágúst 2018, þar sem Hjörleifur minnir á að við gerð fjárhagsáætlunar 2019 þurfi að gera ráð fyrir verkefnum tengdum Friðlandi Svarfdæla sem áður voru á höndum Náttúruseturs á Húsabakka.
Umhverfisráð þakka Hjörleifi erindið.
Á 883. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.
" a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með Umhverfisstofnun við fyrsta tækifæri í Dalvíkurbyggð svo hægt sé að ljúka málinu hið fyrsta.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir kr. 1.000.000 á fjárhagsáætlun 2019 vegna Friðlands Svarfdæla; viðhald og uppbygging. "

Umhverfisráð óskar eftir lista frá umhverfisstjóra yfir forgangsröðun verkefna fyrir árið 2019 miðað við þá fjármuni sem ætlaðir eru í Friðlandið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 313. fundur - 14.12.2018

Á 311. fundi umhverfisráðs þann 19. október 2018 var eftirfarandi bókað " Umhverfisráð óskar eftir lista frá umhverfisstjóra yfir forgangsröðun verkefna fyrir árið 2019 miðað við þá fjármuni sem ætlaðir eru í Friðlandið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Frestað til næsta fundar.

Umhverfisráð - 314. fundur - 11.01.2019

Til umræðu framkvæmdir í friðlandi Svarfdæla 2019.
Valur Þór fór yfir þær framkvæmdir sem gert er ráð fyrir að farið verði í næsta sumar.
1. Lagfæringar og endurnýjun á skiltum og merkingum.
2. Lagfæra göngustíga.
3. Merkingar við göngubrúnna við Hánefsstaðareit.

Valur Þór vék af fundi kl. 09:05