Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Innviðir fyrir rafbíla - styrkur Orkusjóðs

Málsnúmer 201706015

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 824. fundur - 08.06.2017

Tekið fyrir erindi frá Vistorku, dagsett þann 29. maí 2017, til sveitarstjórna sem tengjst umsókn Vistorku í Orkusjóði um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl. 13:32.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, mæti á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint.

Byggðaráð - 825. fundur - 15.06.2017

Undir þessum lið komu á fundinn Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs kl. 12:00
Á 824. fundi byggðaráðs þann 8. júní 2017 var tekið fyrir erindi frá Vistorku, dagsett þann 29. maí 2017, til sveitarstjórnar sem tengjst umsókn Vistorku í Orkusjóði um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl. 13:32.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, mæti á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint.

Guðmundur kynnti fyrir ráðinu fyrirtækið Vistorku ehf. sem og vörur frá Vistorku notaðar til endurvinnslu. Einnig kynnti Guðmundur samstarfsverkefni við einn skóla á Akureyri, blævænginn. Vistorka sótti um styrk til Orkusjóðs fyrir Norðurland til að setja upp hraðhleðslustöðvar á Norðurlandi og fengu úthlutun upp á 26 milljónir. Rætt var um rafbíla og hleðslustöðvar á svæðinu. Í dag eru 3 stöðvar á Akureyri. Gert er ráð fyrir að sett verði upp ein millihleðslustöð í Dalvíkurbyggð.
Byggðarráð felur Berki Þór Ottóssyni, sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í samvinnu við Guðmund Hauk Sigurðsson framkvæmdastjóra Vistorku að vera í samskiptum við Orku náttúrunnar að setja upp hraðhleðslustöð á Dalvík í stað millihleðslustöðvar.
Guðmundur Haukur Sigurðsson vék af fundi kl. 13:50

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Á 825. fundi byggðaráðs þann 15. júní 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 824. fundi byggðaráðs þann 8. júní 2017 var tekið fyrir erindi frá Vistorku, dagsett þann 29. maí 2017, til sveitarstjórnar sem tengjst umsókn Vistorku í Orkusjóði um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl. 13:32.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, mæti á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint.

Guðmundur kynnti fyrir ráðinu fyrirtækið Vistorku ehf. sem og vörur frá Vistorku notaðar til endurvinnslu. Einnig kynnti Guðmundur samstarfsverkefni við einn skóla á Akureyri, blævænginn. Vistorka sótti um styrk til Orkusjóðs fyrir Norðurland til að setja upp hraðhleðslustöðvar á Norðurlandi og fengu úthlutun upp á 26 milljónir. Rætt var um rafbíla og hleðslustöðvar á svæðinu. Í dag eru 3 stöðvar á Akureyri. Gert er ráð fyrir að sett verði upp ein millihleðslustöð í Dalvíkurbyggð.

Byggðarráð felur Berki Þór Ottóssyni, sviðsstjóra umhverfisog tæknisviðs í samvinnu við Guðmund Hauk Sigurðsson framkvæmdastjóra Vistorku að vera í samskiptum við Orku náttúrunnar að setja upp hraðhleðslustöð á Dalvík í stað millihleðslustöðvar. "

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu.

Umhverfisráð - 295. fundur - 15.09.2017

Til umræðu aðkoma sveitarfélagsins að uppsetningu á hraðhleðslustöð á Dalvík.
Umhverfisráð leggur til að Dalvíkurbyggð komi að framkvæmdum við uppsetningu á hraðhleðslustöð á Dalvík.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 298. fundur - 01.12.2017

Lögð fram til kynningar tillaga ON að staðsetningu hraðhleðslustöðvar á Dalvík.
Umhverfisráði Dalvíkurbyggðar lýst vel á framlagða tillögu og leggur til að Orka Náttúrunnar vinni áfram að verkefninu með N1.

Umhverfisráð - 302. fundur - 16.02.2018

Til kynningar erindi frá Orku Náttúrunnar vegna uppsetningar á hraðhleðslustöð á Dalvík
Þar sem kostnaður við verkefnið rúmast ekki innan þess fjárhagsramma sem lagt var upp með leggur ráðið til að verkefninu verði frestað. Ráðið felur sviðsstjóra að sækja um viðbótarstyrk í Orkusjóð.

Samþykkt með fimm atkvæðum.