Bílastæði og áningarstaður við þjóðveg 82 í Friðlandi Svarfdæla.

Málsnúmer 201710046

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 302. fundur - 16.02.2018

Lögð fram tillaga dags. 24.10 2017 unnin af teiknistofunni Form að fyrirkomulagi aðkomu og áningarstaðar við Hrísatjörn suðvestan Hrísahöfða. Framkvæmdin felst í vegslóða frá Ólafsfjarðarvegi að áningarstað með bílastæðum, rútustæðum og almenningssalerni með losunarbúnaði. Framkvæmdasvæðið er innan Friðlands Svarfdæla.
Borist hafa umsagnir frá Umhverfisstofnunar, Vegagerðinni og Náttúrufræðistofnun Íslands. Umsagnir eru jákvæðar og hefur við útfærslu tillögunnar verið tekið tillit til þeirra ábendinga, sem þar koma fram.
Óskað hefur verið eftir undanþágu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti fyrir framkvæmdinni.
Umhverfisráð veitir hér með umbeðið framkvæmdaleyfi fyrir þeim mannvirkjum sem sýnd eru í tillögunni.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 33. fundur - 04.04.2018

Dalvíkurbyggð hefur fengið styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að fjárhæð kr. 45.391.400 til að gera áningarstað við Hrísatjörn.

Verkefnið snýst um áframhaldandi uppbyggingu í Friðlandi Svarfdæla í samræmi við drög að Stjórnunar- og verndaráætlun svæðisins og gera áningarstað við Hrísatjörn. Áningastaðurinn er ætlaður til að auka aðgengi ferðamanna að þessu fuglaskoðunarsvæði auk þess sem þar verður kort af sveitarfélaginu með helstu kennileitum. Áningarstaðurinn er því ætlaður til verndar á svæðinu, til að bæta aðgengi og til fróðleiks fyrir ferðamenn og heimamenn. Sérstök áhersla er á aðgengi fyrir fatlaða en gert er ráð fyrir því að hægt verði að fylgjast með fuglalífi úr hjólastól. Þá verður klósett á svæðinu.

Til kynningar.
Atvinnumála- og kynningarráð lýsir yfir ánægju sinni með styrkveitinguna.

Umhverfisráð - 307. fundur - 06.07.2018

Til kynningar teikningar og gögn vegna áningastaðar við Hrísatjörn.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 37. fundur - 03.10.2018

Upplýsingafulltrúi fer yfir og kynnir stöðu framkvæmdanna.
Til kynningar.