Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201710028

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 296. fundur - 13.10.2017

Með innsendu erindi dags. 10.10.2017 óskar Filippía S Jónsdóttir eftir byggingarleyfi að Sæbakka í landi Skáldalækjar-ytri samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að boða slökkvilisstjóra á næsta fund ráðsins til að fara yfir málið.

Umhverfisráð - 297. fundur - 07.11.2017

Með innsendu erindi dags. 10.10.2017 óskar Filippía S. Jónsdóttir eftir byggingarleyfi að Sæbakka í landi Skáldalækjar-ytri samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Erindinu frestað á 296. fundi ráðsins.
Ráðið felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi, en vísar í umsögn slökkvilisstjóra er varðar brunavarnir.
"Til að frístundahús með þessu byggingalagi fái lokaúttekt þarf að klæða það að innan með klæðningu í flokki 1 t,d, gips, ellegar skipta út einangrun."
Ráðið lýsir yfir undrun sinni á að þegar sé búið að tengja hýsið veitukerfum sveitarfélagsins áður en umbeðið byggingarleyfi hefur verið veitt.
Samþykkt með fimm atkvæðum.