Umhverfisráð

228. fundur 10. júlí 2012 kl. 16:15 - 19:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Helgi Einarsson Formaður
 • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
 • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Daði Njörður Jónsson Varaformaður
 • Þorsteinn K. Björnsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Leyfi til götusölu og útimarkaði

Málsnúmer 1206044Vakta málsnúmer

Á fundinum voru kynntar reglur um götusölu og útimarkaði á svæðum í eigu og/eða umsjá Dalvíkurbyggðar. Einnig var loftmynd skoðuð og svæðið skilgreint betur.
Umhverfisráð leggur til að merkt svæði á loftmyndinni verði einungis notað undir götusölu og útimarkað.

2.Svæðisskipulags, lýsing 2011 - 2023

Málsnúmer 201111083Vakta málsnúmer

Nokkrar athugasemdir voru gerðar við þau drög að lýsingu sem staðfest hafði verið í umhverfisráði. Þessar breytingar eru minni háttar og er:
a. um orðalag um nytjaskóga
b. um meðferð úrgangs.
Umhverfisráð hefur farið fyrir athugasemdirnar og getur fallist á þær og leggur til við bæjarstjórn að verkefnalýsingin verði samþykkt.

3.Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1206029Vakta málsnúmer

Hólavegur 9, Dalvík umsókn um byggingarleyfi. Óskað er leyfis að breyta gluggum á húsinu. Um er að ræða þrjár breytingar:
a. miðgluggi á jarðhæð verði þannig að hægt sé að
b. miðgluggi á vesturhlið verði mjókkaður um 47 sm
c. syðri kjallaragluggi á austurhlið verði lokað
Umhverfisráð samþykkir umræddar breytingar á útliti hússins og veitir framkvæmda- og byggingarleyfi. Ráðið vill benda á að nausynlegt er að leggja fram formlega teikningu sem sýnir hið breytta útlit.

4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1106048Vakta málsnúmer

Kristín Þorgeirsdóttir óskar leyfis að byggja 25 m2 gestahús á frístundalóðina nr 4 að Hamri. Um er að ræða hús sem verður flutt fullbyggt á staðinn
Umhverfisráð samþykkir framlagðar byggingarnefndarteikningar sem unnar eru af Birgi Ágústssyni , verkfræðingi og er framkvæmda- og byggingarleyfi veitt.

5.Umsókn um leyfi fyrir heitum potti

Málsnúmer 201207020Vakta málsnúmer

Haraldur Rögnvaldsson óskar leyfis að koma fyrir heitum potti við Svalbarð, Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir umrætt erindi en bendir á að aðstaða og umgjörð pottsins verður að uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar.

6.Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis-N1 skálinn.

Málsnúmer 1206073Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Akureyri óskar umsagnar á veitinaleyfi N1 skálans að Hafnarbraut 24, Dalvík. Um er að ræða endurnýjun veitingaleyfisins í flokki I.
Umhverfisráð geriri ekki athugasemdir vegna endurnjun leyfisins.

7.Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis-Hrísahöfði sumarhús

Málsnúmer 1206072Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Akureyri óskar umsagnar á rekstrarleyfi fyrir gisting í Sumarbústaðnum Höfða, Dalvík. Um er að ræða nýtt leyfi í Flokki I.
Umhverfisráð geriri ekki athugasemdir vegna veitingu leyfisins.

8.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um breytingu á rekstarleyfi. Vegamót

Málsnúmer 201207010Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Akureyri óskar umsagnar á umsókn K.A.S ehf um leyfi til sölu áfengis á þeim gististöðum sem fyrirtækið rekur en þeir eru:
a. Hafnarbraut 4, Gimli á Dalvík
b. Að Vegamótum, Gamli bærinn og þrjú smáhýsi þar
c. í Brekkuseli, skíðaskálanum, en þar er leyfi bundið til 31. ágúst n.k.
Umhverfisráð geriri ekki athugasemdir vegna veitingu leyfisins.

9.Samningur um sorphirðu og fl. 2012

Málsnúmer 201207012Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri. Þessi samningur sameinar þá samninga sem í gildi eru við Gámaþjónustu Norðurlands ehf, gildistími hans er til 2015. Í samningnum er ákvæði um hólf sem sett verður í endurvinnslutunnuna til þess að auðvelda flokkun endurvinnsluefna.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að framangreindur samningur verði samþykktur.

10.Gjaldskrár

Málsnúmer 201110088Vakta málsnúmer

Unnið hefur verið að því að samræam gjaldskrá Hafnarsjóðs Dalvíkurbyggðar og umhverfisráðs þegar stöðuleyfi fyrir geymslugáma. Fyrir fundinum liggja drög að dreifibréfi til þeirra aðila sem eiga slíka gáma þar sem þeim er kynnt þessi áform. Einngi hefur verið aflað upplýsingar á því hvernig önnur sveitafélög hafa staðið að gjaldtöku vegna stöðuleyfis.
Umhverfisráð samþykkir gjaldskrá fyrir stöðuleyfi sem lá fyrir fundinum.

11.Umferðaöryggisáætlun á Dalvík

Málsnúmer 1207003Vakta málsnúmer

Kynnt var á fundinum minnisblað frá Vegagerð ríkisins sem fjallar um umferðaröryggi á þjóðveginum í gegnum Dalvík. Gerðar eru tillögur um úrbætur á nokkrum stöðum við þjóðveginn.
Umhverfisráð vill þakka það frumkvæði sem Vegagerðin hefur haft við gerðar tillagana um úrbætur í umferðaöryggi á þjóðveginum í gegnum Dalvík. Ráðið beinir því til bæjarstjórnar að veitt verði fjármagni til gerðar umferðaröryggisáætlunar fyrir Dalvík og leggur til að haldinn verði íbúafundur um umferðaröryggismál á haustdögum.

12.Greinargerð vegna heitavatnsreiknings umfram áætlun

Málsnúmer 201207019Vakta málsnúmer

Guðrún Rut Hreiðarsdóttir óskar eftir því að reikningur sem Hitaveita Dalvíkur sendi henni vegna uppgjörs verðilækkaður til fyrri áætlunar.
Veitustjóra falið að kanna málið betur.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Nefndarmenn
 • Helgi Einarsson Formaður
 • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
 • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Daði Njörður Jónsson Varaformaður
 • Þorsteinn K. Björnsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs