Umferðaöryggisáætlun á Dalvík

Málsnúmer 1207003

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 228. fundur - 10.07.2012

Kynnt var á fundinum minnisblað frá Vegagerð ríkisins sem fjallar um umferðaröryggi á þjóðveginum í gegnum Dalvík. Gerðar eru tillögur um úrbætur á nokkrum stöðum við þjóðveginn.
Umhverfisráð vill þakka það frumkvæði sem Vegagerðin hefur haft við gerðar tillagana um úrbætur í umferðaöryggi á þjóðveginum í gegnum Dalvík. Ráðið beinir því til bæjarstjórnar að veitt verði fjármagni til gerðar umferðaröryggisáætlunar fyrir Dalvík og leggur til að haldinn verði íbúafundur um umferðaröryggismál á haustdögum.

Umhverfisráð - 256. fundur - 03.10.2014

Á fundinn mæta fulltrúar frá Vegagerðinni til að kynna umferðaröryggisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð
Þar sem fulltrúar Vegagerðarinnar gátu ekki mætt til fundar er þessum lið frestað til næsta fundar.

Umhverfisráð - 257. fundur - 07.11.2014

Til kynningar drög að starfsáætlun við gerð umferðaröryggis áætlunar fyrir Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð þakkar umhverfisstjóra fyrir greinargóða kynningu á verkefninu.
Ráðið leggur til að sveitarstjórn geri samning við Samgöngustofu um gerð öryggisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð.
Ráðið tilnefnir eftirfarandi aðila til vekefnisins:
Börkur Þór Ottósson
Helga Íris Ingólfsdóttir
Valur Þór Hilmarsson
Haukur Arnar Gunnarsson
Einnig verður óskað eftir áliti frá skólum Dalvíkurbyggðar, félagi eldri borgara,lögreglunni á Dalvík, Vegagerðinni og hugsanlega fleiri hagsmunaaðilum.
Einnig er gert ráð fyrir að gerð verði skoðanakönnun á meðal íbúa dalvíkurbyggðar.
Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kynnti vekefnið fyrir ráðinu.

Umhverfisráð - 258. fundur - 05.12.2014

Á fundinn mæta fulltrúar frá Vegagerðinni til að fara yfir áætlanir þeirra á vegakerfinu í Dalvíkurbyggð
Ráðið þakkar fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir góðan fund.

Ráðið vill leggja áherslu á:

1.Að framkvæmdir við gatnamót Ólafsfjarðarvegar og Svarfaðardalsvegar ( við Árgerði)vegur 805-01 verði settar á áætlun næsta sumar.

2. Afmörkun á götulínu við Martröð.

3. Skilti við Karlsrauðatorg þar sem vísað er á ferju verði tekið niður.

4. Sett verði upp skilti við afleggjara á Moldhaugnahálsi þar sem vísað er á að gatnamót séu eftir t.d. 200 m.

5. Óskað er eftir að hraðamælingar verði framkvæmdar næsta sumar.

6. Umhverfisráð óskar eftir aðkomu Vegagerðarinnar við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð.

7. Ráðið óskar eftir því við Vegagerðina að breytt verði nafni á vegi 82 ( Ólafsfjarðarvegi).Óskað er eftir að ný nafngift endurspegli legu vegarins.