Umhverfisráð

257. fundur 07. nóvember 2014 kl. 09:00 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umferðaöryggisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 1207003Vakta málsnúmer

Til kynningar drög að starfsáætlun við gerð umferðaröryggis áætlunar fyrir Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð þakkar umhverfisstjóra fyrir greinargóða kynningu á verkefninu.
Ráðið leggur til að sveitarstjórn geri samning við Samgöngustofu um gerð öryggisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð.
Ráðið tilnefnir eftirfarandi aðila til vekefnisins:
Börkur Þór Ottósson
Helga Íris Ingólfsdóttir
Valur Þór Hilmarsson
Haukur Arnar Gunnarsson
Einnig verður óskað eftir áliti frá skólum Dalvíkurbyggðar, félagi eldri borgara,lögreglunni á Dalvík, Vegagerðinni og hugsanlega fleiri hagsmunaaðilum.
Einnig er gert ráð fyrir að gerð verði skoðanakönnun á meðal íbúa dalvíkurbyggðar.
Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kynnti vekefnið fyrir ráðinu.

2.Endurskoðun á reglum fyrir snjómokstur

Málsnúmer 201401121Vakta málsnúmer

Til samþykktar endurskoðaðar vinnureglur vegna snjómoksturs.
Umhverfisstjóri kynnir breytingar.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu.
Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kynnti breytingar á reglunum fyrir ráðinu.

3.Fjárhagsáætlun 2015; Strandblakvöllur

Málsnúmer 201409010Vakta málsnúmer

Á fundinn mæta fulltrúar frá blakfélaginu Rimum til að ræða mögulega staðsettningu strandblakvallar. Gert er ráð fyrir þessum umræðum um 10:00
Umhverfisráð leggur til að völlurinn verði staðsettur sunnan við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar og vísar áframhaldandi vinnu við staðsettningu vallarins til gerða deiliskipulags sem er í vinnslu fyrir svæðið.
Íris Daníelsdóttir og Helga Björt Möller mættu á fundinn fyrir hönd blakdeildarinnar.

4.Fjárhagsáætlun 2015; Möguleg ný staðsetning á nýjum Golfvelli GHD.

Málsnúmer 201409031Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð vísar erindinu til umhverfisráðs til umfjöllunar.
Fulltrúar frá golfklúbbnum mæta á fundinn kl 10:30
Umhverfisráð þakkar þeim Gísla og Heiðari Davíð fyrir greinargóða yfirferð á verkefninu.
Ráðið bendir á að í reglum um fólkvang í Böggvisstaðafjalli segir í 6. gr að óheimilt sé að hrófla við eða skemma á annan hátt jarðmyndanir, komi til þess skulu liggja fyrir umsagnir samkvæmt 9. gr. sömu reglna.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að jarðvegskannanir verði framkvæmdar á svæðinu.
Á fundinn mættu Gísli Bjarnason og Heiðar Davíð Bragason fyrir hönd golfklúbbsins.

5.Fyrirspurn vegna Böggvisbrautar 18, Dalvík.

Málsnúmer 201411014Vakta málsnúmer

Innkomið erindi dags. 30. október 2014 frá Kollgátu ehf. arkitektastofu fyrir hönd Karmel systra.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við innsent erindi og fagnar fyrirhuguðum kaupum. Ráðið vill þó benda á að fyrirhuguð viðbygging við Böggvisbraut 18 og breytt starfsemi þarf að fara í grendarkynningu.
Guðrún Anna Óskarsdóttir sat hjá.

6.Leyfi til uppsettningar á skilti

Málsnúmer 201410294Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 22.10.2014 óskar Íris Ólöf Sigurjónsdóttir fyrir hönd byggðarsafnsins Hvolls eftir leyfi til uppettningar á skiltum samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og veitir umbeðið leyfi, ráðið óskar þó eftir því að nákvæm staðsettning sé valin í samráði við umhverisstjóra. Ráðið vill benda á að skoða þurfu hvort ekki sé hægt að koma fyrir skilti á upplýsingaskilti Dalvíkurbyggðar norðan við Olís.

7.Hótelskip, Hanza

Málsnúmer 201404067Vakta málsnúmer

Á 19. fundi veitu og hafnarráðs þann 22. október síðastliðinn var eftirfarnadi bókaði.
"Með vísan til 12. fundar veitu- og hafnaráðs,4. tl., en þar var lagður fram kynningarbæklingur um framangreint mál. Úlfar Eysteinsson,Magnús Garðarsson og Guðjón Steindórsson óskaðu eftir því að koma á fund ráðsins til þess að kynna verkefnið frekar.
Veitu- og hafnaráð vísar erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til skoðunar. Ráðið felur hafnastjóra að vinna málið áfram fram að næsta fundi."
Umhverfisráð hefur kynnt sér verkefnið.

8.Endurnýjun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla.

Málsnúmer 201410305Vakta málsnúmer

Lagður fram til staðfestingar endurnýjaður samstarfssamningur milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfæla.
Þar sem greiðslur vegna þessa styrkjar hafa verið greiddar af umhverfisverkefnum veitna undanfarin ár vísar umhverfisráð samningnum til veitu og hafnaráðs.

9.Athugasemdir við breytingar á aðal- og deiliskipulagi í frístundabyggð í landi Hamars

Málsnúmer 201410175Vakta málsnúmer

Til umræðu innkomnar athugasemdir við breytingar á aðal-og deiliskipulagi í frístudabyggð í landi Hamars.
Umhverisráð hefur kynnt sér innkomið erindi og getur ekki fallist á þau rök sem fram koma.

10.Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020,frístundabyggð í landi Hamars

Málsnúmer 201409038Vakta málsnúmer

Til umræðu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, frístundabyggð í landi Hamars, dags. 14.10.2014. Breytingin felur í sér stækkun frístundasvæðisins og fjölgun lóða.
Lýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar var auglýst 24. september 2014 og var hún kynnt ásamt tillögu að deiliskipulagi svæðisins 6. október 2014. Umsagnir gáfu ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.
Umhverfisráð samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Felur umhverfisráð sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna ásamt tillögu að deiliskipulagi svæðisins, samanber bókun umhverfisráðs 8. ágúst 2014.

11.Gjaldskrár umhverfis- og tæknisviðs 2015, tillögur.

Málsnúmer 201409066Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar gjaldskrá slökkviliðs Dalvíkur 2015
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við gjaldskrá slökkviliðsins og felur sviðsstjóra að birta hana.

12.Grundargata, 15 á Dalvík vegna sandfoks úr fjörunni.

Málsnúmer 201306068Vakta málsnúmer

Til kynningar staða mála vegna sandfoks við Sandskeið.
Umhverfisráð hefur kynnt sér fyrirliggjandi gögn.
Ráðið felur umhverfisstjóra að kanna möguleika á gerðar jarðvegsmanar við veginn.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs