Hótelskip, Hanza

Málsnúmer 201404067

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 12. fundur - 14.04.2014

Úlfar Eysteinsson óskaði eftir því að kynnt yrði á fundi veitu- og hafnaráðs þær hugmyndir sem fram koma í framlögðum kynningarbæklingi.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 19. fundur - 22.10.2014

Með vísan til 12. fundar veitu- og hafnaráðs,4. tl., en þar var lagður fram kynningarbæklingur um framangreint mál. Úlfar Eysteinsson,Magnús Garðarsson og Guðjón Steindórsson óskaðu eftir því að koma á fund ráðsins til þess að kynna verkefnið frekar.
Veitu- og hafnaráð vísar erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til skoðunar. Ráðið felur hafnastjóra að vinna málið áfram fram að næsta fundi.

Umhverfisráð - 257. fundur - 07.11.2014

Á 19. fundi veitu og hafnarráðs þann 22. október síðastliðinn var eftirfarnadi bókaði.
"Með vísan til 12. fundar veitu- og hafnaráðs,4. tl., en þar var lagður fram kynningarbæklingur um framangreint mál. Úlfar Eysteinsson,Magnús Garðarsson og Guðjón Steindórsson óskaðu eftir því að koma á fund ráðsins til þess að kynna verkefnið frekar.
Veitu- og hafnaráð vísar erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til skoðunar. Ráðið felur hafnastjóra að vinna málið áfram fram að næsta fundi."
Umhverfisráð hefur kynnt sér verkefnið.

Atvinnumála- og kynningarráð - 5. fundur - 03.12.2014

Á 19. fundi veitu- og hafnarráðs þann 22. október s.l. var eftirfarandi bókað: "Með vísan til 12. fundar veitu- og hafnaráðs,4. tl., en þar var lagður fram kynningarbæklingur um framangreint mál. Úlfar Eysteinsson,Magnús Garðarsson og Guðjón Steindórsson óskaðu eftir því að koma á fund ráðsins til þess að kynna verkefnið frekar. Veitu- og hafnaráð vísar erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til skoðunar. Ráðið felur hafnastjóra að vinna málið áfram fram að næsta fundi."

Á 257. fundi umhverfisráðs þann 7. nóvember 2014 var ofangreint tekið fyrir og bókað að umhverfisráð hefur kynnt sér verkefnið.
Atvinnumála- og kynningarráð hefur kynnt sér málið og leggur til að óskað verði eftir ítarlegi stofn- og viðskiptaáætlun þar sem fram kemur hvernig standa eigi að kostnaði við framkvæmdir á hafnarsvæðinu, fjármögnun og framtíðar rekstri verkefnisins.

Einnig leggur atvinnumála- og kynningarráð til að tekið verið saman hver áhrifin verði á hafnarsvæðið varðandi framkvæmdir og kostnað við uppbyggingu vegna starfseminnar.

Þorsteinn K. Björnsson víkur af fundi kl. 12:35

Lilja Björk Ólafsdóttir víkur af fundi kl. 12:37.

Byggðaráð - 721. fundur - 18.12.2014

Á 5. fundi atvinnumála- og kynningarráð þann 5. desember s.l. var eftirfarandi bókað:

Á 19. fundi veitu- og hafnarráðs þann 22. október s.l. var eftirfarandi bókað: "Með vísan til 12. fundar veitu- og hafnaráðs,4. tl., en þar var lagður fram kynningarbæklingur um framangreint mál. Úlfar Eysteinsson,Magnús Garðarsson og Guðjón Steindórsson óskaðu eftir því að koma á fund ráðsins til þess að kynna verkefnið frekar. Veitu- og hafnaráð vísar erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til skoðunar. Ráðið felur hafnastjóra að vinna málið áfram fram að næsta fundi."

Á 257. fundi umhverfisráðs þann 7. nóvember 2014 var ofangreint tekið fyrir og bókað að umhverfisráð hefur kynnt sér verkefnið.

Atvinnumála- og kynningarráð hefur kynnt sér málið og leggur til að óskað verði eftir ítarlegi stofn- og viðskiptaáætlun þar sem fram kemur hvernig standa eigi að kostnaði við framkvæmdir á hafnarsvæðinu, fjármögnun og framtíðar rekstri verkefnisins.

Einnig leggur atvinnumála- og kynningarráð til að tekið verið saman hver áhrifin verði á hafnarsvæðið varðandi framkvæmdir og kostnað við uppbyggingu vegna starfseminnar.

Þorsteinn K. Björnsson víkur af fundi kl. 12:35

Lilja Björk Ólafsdóttir víkur af fundi kl. 12:37.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs.

Atvinnumála- og kynningarráð - 6. fundur - 07.01.2015

Á 5. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. desember s.l. var eftirfarandi bókað:

Atvinnumála- og kynningarráð hefur kynnt sér málið og leggur til að óskað verði eftir ítarlegi stofn- og viðskiptaáætlun þar sem fram kemur hvernig standa eigi að kostnaði við framkvæmdir á hafnarsvæðinu, fjármögnun og framtíðar rekstri verkefnisins.

Einnig leggur atvinnumála- og kynningarráð til að tekið verið saman hver áhrifin verði á hafnarsvæðið varðandi framkvæmdir og kostnað við uppbyggingu vegna starfseminnar.

Á 721. fundi byggðarráðs þann 18. desember s.l. var ofangreind afgreiðsla atvinnumála- og kynningarráðs til umfjöllunar og byggðarráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir bókunina.

Formaður atvinnumála- og kynningarráðs fór yfir stöðu málsins.

Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið kl. 14:45.
Atvinnumála- og kynningaráð leggur til að haldinn verði fundur innanhúss með þeim starfmönnum sem þurfa að koma að málum. Þar verði gerð verkáætlun til að meta verkþætti og tímaramma verkefnisins.

Veitu- og hafnaráð - 22. fundur - 14.01.2015

Á 19. fundi veitu og hafnarráðs þann 22. október síðastliðinn var eftirfarandi bókaði."Með vísan til 12. fundar veitu- og hafnaráðs,4. tl., en þar var lagður fram kynningarbæklingur um framangreint mál. Úlfar Eysteinsson,Magnús Garðarsson og Guðjón Steindórsson óskaðu eftir því að koma á fund ráðsins til þess að kynna verkefnið frekar.Veitu- og hafnaráð vísar erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til skoðunar. Ráðið felur hafnastjóra að vinna málið áfram fram að næsta fundi."
Á 257. fundi umhverfisráðs var eftirfarandi fært til bókar. "Umhverfisráð hefur kynnt sér verkefnið."
"Atvinnumála- og kynningarráð hefur kynnt sér málið og leggur til að óskað verði eftir ítarlegi stofn- og viðskiptaáætlun þar sem fram kemur hvernig standa eigi að kostnaði við framkvæmdir á hafnarsvæðinu, fjármögnun og framtíðar rekstri verkefnisins.

Einnig leggur atvinnumála- og kynningarráð til að tekið verið saman hver áhrifin verði á hafnarsvæðið varðandi framkvæmdir og kostnað við uppbyggingu vegna starfseminnar."
Á 721. fundi byggðarráðs var eftirfarandi fært til bókar "Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs."
Á 6. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi fært til bókar "Atvinnumála- og kynningaráð leggur til að haldinn verði fundur innanhúss með þeim starfmönnum sem þurfa að koma að málum. Þar verði gerð verkáætlun til að meta verkþætti og tímaramma verkefnisins."
12.01.2015 barst rafpóstur með fyrirspurnir um ýmis málefni varðandi hótelskipið frá Guðjóni Steindórssyni.
Sviðsstjóra falið að senda bréfritara bréf sem endurspeglar þær umræður sem áttu sér stað um verkefnið.

Veitu- og hafnaráð - 23. fundur - 28.01.2015

Með bréfi,sem dagsett er 18. janúar 2015,sækir Úlfar Eysteinsson um fast viðlegupláss fyrir hótelskipið Hanza í Dalvíkurhöfn. Þessi umsókn er send inn f.h. óstofnaðs hlutafélags.
Samhliða umsókninni er óskað eftirfarandi upplýsinga um verkefnið:
1. Hvað myndi kosta viðlegukostnaður á ársgrundvelli? Mætti hugsa sem fasteignagjaldaviðmiðun.
2. Er tryggt að skipið fengi allar tengingar um borð frá hafnarkanti, þ.e. rafmagn, vatn og fjarskiptasamband, 4 til 5 bílastæði við skipið, en síðan venjulegan aðgang að opinberum bílastæðum við höfnina?
3. Skólp. Hvernig yrði farið með það? Yrði það rotþró sem Dalvíkurbyggð sæi um að tæma reglulega?
4. Hver yrði stofnkostnaður félagsins vegna þessarar viðlegu í höfninni?
Þetta bréf undirritaði Steinberg Finnbogason.
Sviðsstjóra falið að svara ofangreindum fyrirspurnum samkvæmt umræðum á fundinum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 7. fundur - 04.02.2015

Á 6. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað vegna málefnis hótelskipsins Hanza:

Atvinnumála- og kynningaráð leggur til að haldinn verði fundur innanhúss með þeim starfmönnum sem þurfa að koma að málum. Þar verði gerð verkáætlun til að meta verkþætti og tímaramma verkefnisins.
Þessi fundur hefur verið haldinn og fóru upplýsingafulltrúi og fjármála- og stjórnsýslustjóri yfir niðurstöðu hans.

Veitu- og hafnaráð - 30. fundur - 27.05.2015

Eins og fylgiskjöl með málinu sýna þá hefur umsækjandi ekki orðið við þeim óskum veitu- og hafnaráðs að afhenda nauðsynleg gögn þannig að hægt væri að taka umsóknina til efnislegrar afgreiðslu.
Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu á erindinu þangað til að frekari umbeðin gögn hafa borist.