Endurskoðun á reglum fyrir snjómokstur

Málsnúmer 201401121

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 247. fundur - 04.02.2014

Til endurskoðunar reglur um snjómokstur í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð óskar eftir tillögum að breytingum frá umhverfisstjóra á næsta fund ráðsins.

Umhverfisráð - 257. fundur - 07.11.2014

Til samþykktar endurskoðaðar vinnureglur vegna snjómoksturs.
Umhverfisstjóri kynnir breytingar.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu.
Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kynnti breytingar á reglunum fyrir ráðinu.

Umhverfisráð - 258. fundur - 05.12.2014

Lagðar fram til samþykktar endurskoðaðar tillögur að reglum um snjómokstur.
Umhverfisráð samþykkir endurskoðaðar reglur um snjómokstur í Dalvíkurbyggð.
Ráðið hvetur sveitarstjórn til að beita sér fyrir aukinni vetrarþjónustu af hendi Vegagerðarinnar.
Karl Atlason greiðir atkvæði á móti og óskar eftir að eftirfarandi verði bókað.
Á undanförnum árum hefur íbúum fram í Svarfaðardal og Skíðadal verið að fjölga. Í dölunum er stundaður hefðbundinn landbúnaður og þar er einnig stunduð ferðaþjónusta. Sumir íbúar dalanna sækja vinnu niður á Dalvík og íbúar í dölunum eiga líka börn sem sækja leik- og grunnskóla. Það er gamaldags hugsunarháttur hjá Vegagerðiinni að þjónusta ekki þessa íbúa eins og íbúa niður í sveit. Það er ábyrðarhluti að mismuna öryggi barna eftir því hvar í sveit þau búa. Ekki nóg með að íbúar dalanna keyri á illa hirtum malarvegum heldu ætlar vegagerðinn ekki að taka fullan þátt í því að moka þá. Reynslan hefur kennt okkur að svona stjórnun á mokstri hefur leitt af sér að það er hálkuvarið niður í sveit, en ekki fram í dölunum. Ég get því ekki stutt þessar viðmiðunarreglur og greiði því atkvæði gegn þeim.

Umhverfisráð - 259. fundur - 09.01.2015

Til umræðu breytingar á áður samþykktum viðmiðunarreglum um snjómokstur í Dalvíkurbyggð.
Greidd voru atkvæði um tillögu að framlögðum breytingum og greiddu 4 á móti og einn með, Haukur Arnar Gunnarsson.
Greidd voru atkvæði um tillögu að framlögðum breytingum og greiddu 4 á móti og einn með
(Haukur Arnar Gunnarsson).