Innkomið erindi vegna leysinga við Böggvisbraut 16

Málsnúmer 201502095

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 261. fundur - 13.03.2015

Tekið fyrir erindi sem barst með rafpósti dags. 12.febrúar 2015 þar sem íbúi við Böggvisbraut 16 á Dalvík óskar eftir viðræðum um úrbætur vegna leysingavatns frá opnu leiksvæði.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að gera bráðabirgðalausn fyrir vorið og varanlega lausn næsta sumar í samráði við íbúa.
Guðrún Anna Óskarsdóttir vék af fundi kl 09:01 sökum vanhæfis. Guðrún Anna mætti aftur til fundar 09:12