Umhverfisráð

258. fundur 05. desember 2014 kl. 09:00 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Endurskoðun á reglum fyrir snjómokstur

Málsnúmer 201401121Vakta málsnúmer

Lagðar fram til samþykktar endurskoðaðar tillögur að reglum um snjómokstur.
Umhverfisráð samþykkir endurskoðaðar reglur um snjómokstur í Dalvíkurbyggð.
Ráðið hvetur sveitarstjórn til að beita sér fyrir aukinni vetrarþjónustu af hendi Vegagerðarinnar.
Karl Atlason greiðir atkvæði á móti og óskar eftir að eftirfarandi verði bókað.
Á undanförnum árum hefur íbúum fram í Svarfaðardal og Skíðadal verið að fjölga. Í dölunum er stundaður hefðbundinn landbúnaður og þar er einnig stunduð ferðaþjónusta. Sumir íbúar dalanna sækja vinnu niður á Dalvík og íbúar í dölunum eiga líka börn sem sækja leik- og grunnskóla. Það er gamaldags hugsunarháttur hjá Vegagerðiinni að þjónusta ekki þessa íbúa eins og íbúa niður í sveit. Það er ábyrðarhluti að mismuna öryggi barna eftir því hvar í sveit þau búa. Ekki nóg með að íbúar dalanna keyri á illa hirtum malarvegum heldu ætlar vegagerðinn ekki að taka fullan þátt í því að moka þá. Reynslan hefur kennt okkur að svona stjórnun á mokstri hefur leitt af sér að það er hálkuvarið niður í sveit, en ekki fram í dölunum. Ég get því ekki stutt þessar viðmiðunarreglur og greiði því atkvæði gegn þeim.

2.164. fundargerðir HNE 2014

Málsnúmer 201403076Vakta málsnúmer

Til kynningar 164. fundagerð HNE
Ráðið hefur kynnt sér fundagerðina.

3.Aðalfundur Flokkunar 2014

Málsnúmer 201409138Vakta málsnúmer

Til kynningar
Ráðið hefur kynnt sér efnið.

4.Umsókn um að reisa gestahús

Málsnúmer 201411131Vakta málsnúmer

Innkomið erindi frá Sigtryggi Hilmarssyni vegna byggingar á gestahúsi við Karlsbraut 21, Dalvík
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir, en áður en byggingarleyfi er veitt þurfa að liggja fyrir byggingarnefndarteikningar og einnig þarf framkvæmdin að fara í grendarkynningu.

5.Umsögn vegna kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum

Málsnúmer 201411120Vakta málsnúmer

Til kynningar ósk um umsögn vegna kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum
Umhverisráð Dalvíkurbyggðar hefur kynnt sér efni málsins og gerir ekki athugasemdir.

6.Gjaldskrár umhverfis- og tæknisviðs 2015, tillögur.

Málsnúmer 201409066Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu gjaldskrá sorphirðu 2015
Umhverfisráð samþykkir að gjaldskrá vegna sorphirðu hækki um 1,855 % þó skal innheimta vegna förgunar dýrahræja hækka svo innheimta nemi 70 % af áætluðum kostnaði.
Karl Atlason situr hjá.

7.Umferðaöryggisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 1207003Vakta málsnúmer

Á fundinn mæta fulltrúar frá Vegagerðinni til að fara yfir áætlanir þeirra á vegakerfinu í Dalvíkurbyggð
Ráðið þakkar fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir góðan fund.

Ráðið vill leggja áherslu á:

1.Að framkvæmdir við gatnamót Ólafsfjarðarvegar og Svarfaðardalsvegar ( við Árgerði)vegur 805-01 verði settar á áætlun næsta sumar.

2. Afmörkun á götulínu við Martröð.

3. Skilti við Karlsrauðatorg þar sem vísað er á ferju verði tekið niður.

4. Sett verði upp skilti við afleggjara á Moldhaugnahálsi þar sem vísað er á að gatnamót séu eftir t.d. 200 m.

5. Óskað er eftir að hraðamælingar verði framkvæmdar næsta sumar.

6. Umhverfisráð óskar eftir aðkomu Vegagerðarinnar við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð.

7. Ráðið óskar eftir því við Vegagerðina að breytt verði nafni á vegi 82 ( Ólafsfjarðarvegi).Óskað er eftir að ný nafngift endurspegli legu vegarins.

8.Breytingar á framkvæmdartillögu 2015

Málsnúmer 201412044Vakta málsnúmer

Lög fram til samþykktar breytt framkvæmdatillaga 2015
Umhverfisráði þykir miður sá mikli niðurskurður sem gerður hefur verið á áður samþykktri framkvæmdaáætlun.

9.Samningur um sorphirðu og úrgangsmál í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201303100Vakta málsnúmer

Til umræðu endurskoðun á samningi við Gámaþjónustu Norðurlands ehf. vegna sorphirðu í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð leggur til að gildandi samningi sé sagt upp og sorphirða boðin út á næsta ári.

10.Viðaukasamningur um sorphirðu

Málsnúmer 201303166Vakta málsnúmer

Til umræðu endurskoðun á samningi við Sorp ehf. vegna sorphirðu í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð leggur til að gildandi samningi sé sagt upp og sorphirða boðin út á næsta ári.

11.Endurskoðun á samningi um slátt á opnum svæðum

Málsnúmer 201412052Vakta málsnúmer

Til umræðu samningur um slátt á opnum svæðum.
Umhverfisráð leggur til að gildandi samningur verði endurnýjaður.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs