Umhverfisráð

254. fundur 05. september 2014 kl. 09:00 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Hafnarbraut 7, breytingar

Málsnúmer 201409016Vakta málsnúmer

Fyrir hönd eiganda Hafnarbrautar 7, Dalvík óskar Guðmundur Sigurðsson eftir leyfi til breytinga samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og veitir framkvæmdarleyfi. Ráðið vill benda á að æskilegt sé að þeir gluggar sem verði breytt séu í samræmi við þá hæð sem er á gluggum sunnan við.

2.Upplýsingar um lóð

Málsnúmer 201409020Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags 28. ágúst 2014 óskar Ragnheiður Valdimarsdóttir eftir upplýsingum um möguleika á frístundarlóð í landi Upsa.
Á 232. fundi umhverfisráð þann 7. nóvember 2012 var afgreiðslu um deiliskipulag frístudarbyggðar í landi Upsa frestað. Í ljósi þess að deiliskipulag svæðisins er enn í gildi og hversu umdeild það var beinir umhverfisráð afgreiðslu þessa erindis til byggðarráðs til nánari skoðunar.

3.Svarfaðarbraut 17, endurnýjun á þaki

Málsnúmer 201409024Vakta málsnúmer

Með rafpósti dag 24.ágúst 2014 óskar Björn Friðþjófsson fyrir hönd eigenda Svarfaðarbrautar 17, Dalvík eftir leyfi til að endurnýja þak.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og veitir umbeðið framkvæmdarleyfi.

4.Framkvæmdaráætlun 2014

Málsnúmer 201405201Vakta málsnúmer

Breytingar á framkvæmdaráætlun 2014
Umhverfisráð ákveður að eftirfarandi breytingar verði gerða á framkvæmdaráætlun 2014.


1. Yfirlögn á hafnarsvæði
2. Ákveðið að lækka hraðahindrun á gatnamótum Mímisvegar og Böggvisbrautar í stað þess að færa hana.
3. Göngustígur við Hjarðarslóð, frestað til 2015.

5.Innkomið erindi vegna æfingasvæðis fyrir mótorsport.

Málsnúmer 201408011Vakta málsnúmer

Til umræðu umsókn mótorsportfélags Dalvíkur um nýtt svæði. Á fundinn mæta forsvarsmenn félagsins.
Umhverfisráð tekur jákvætt í nýja staðsetningu, þó með smávægilegri tilfærslu. Ráðið leggur til að hugmyndin verði kynnt hagsmunaðilum og nágrönnum svæðisins.
UNdir þessum lið mættu fjórir forsvarsmenn félagsins.

6.Skíðabraut 2, Dalvík ósk um kaup.

Málsnúmer 201409036Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 3. september 2014 óskar Kristín A Símonardóttir fyrir hönd K.A.S ehf eftir kaupum á Skíðabraut 2, Dalvík.
Þar sem sala á fasteignum sveitarfélagsins er ekki í höndum umhverfisráð heldur byggðarráðs, er erindinu vísað áfram til byggðaráðs. Umhverfisráð vill benda á að samkvæmt fyrirliggjandi umferðaröryggisstefnu Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir að þetta hús hugsanlega víki.

7.Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020,frístundabyggð í landi Hamars

Málsnúmer 201409038Vakta málsnúmer

Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2010
Breyting vegna sumarhúsasvæðis í landi Hamars.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að tillaga að deiliskipulagi sumarhúsabyggðar í landi Hamars verði auglýst. Í tillögunni felst stækkun frístundasvæðis 646-F í aðalskipulagi og leggur Umhverfisráð til að gerð verði formleg breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við deiliskipulagstillöguna.
Lögð var fram lýsing fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Umhverfisráð samþykkir lýsinguna og felur sviðsstjóra Umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa hana og kynna í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

8.Stöðumat U&T jan-júní 2014

Málsnúmer 201409032Vakta málsnúmer

Til kynningar stöðumat jan-júní 2014
Ráðið hefur kynnt sér stöðumatið og gerir ekki athugassemdir.

9.Starfs og fjárhagsáætlun umhverfis-og tæknisviðs 2015

Málsnúmer 201409025Vakta málsnúmer

Til umræðu starfs og fjárhagsáætlun umhverfis-og tæknisvið 2015
Ákveðið að aukafundur vegna starfs og fjárhagsáætlunar verði haldin föstudaginn 19. september klukkan 09:00.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs