Skíðabraut 2, Dalvík ósk um kaup.

Málsnúmer 201409036

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 254. fundur - 05.09.2014

Með bréfi dags. 3. september 2014 óskar Kristín A Símonardóttir fyrir hönd K.A.S ehf eftir kaupum á Skíðabraut 2, Dalvík.
Þar sem sala á fasteignum sveitarfélagsins er ekki í höndum umhverfisráð heldur byggðarráðs, er erindinu vísað áfram til byggðaráðs. Umhverfisráð vill benda á að samkvæmt fyrirliggjandi umferðaröryggisstefnu Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir að þetta hús hugsanlega víki.

Byggðaráð - 707. fundur - 11.09.2014

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Haukur A. Gunnarsson, formaður umhverfisráðs, kl. 8:15.

Á 254. fundi umhverfisráðs þann 05.09.2014 var eftirfarandi bókað.

Með bréfi dags. 3. september 2014 óskar Kristín A Símonardóttir fyrir hönd K.A.S ehf eftir kaupum á Skíðabraut 2, Dalvík.
Þar sem sala á fasteignum sveitarfélagsins er ekki í höndum umhverfisráð heldur byggðarráðs, er erindinu vísað áfram til byggðaráðs. Umhverfisráð vill benda á að samkvæmt fyrirliggjandi umferðaröryggisstefnu Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir að þetta hús hugsanlega víki.

Til umfjöllunar ofangreint.
Með vísan til skýrslu Vegagerðinnar um umferðaröryggi á Dalvík, dagsett í desember 2011, samþykkir byggðarráð samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa Skíðabraut 2 til sölu með því skilyrði að húsið verði flutt af lóðinni eða að húsið verði selt til niðurrifs.