Upplýsingar um lóð

Málsnúmer 201409020

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 254. fundur - 05.09.2014

Með rafpósti dags 28. ágúst 2014 óskar Ragnheiður Valdimarsdóttir eftir upplýsingum um möguleika á frístundarlóð í landi Upsa.
Á 232. fundi umhverfisráð þann 7. nóvember 2012 var afgreiðslu um deiliskipulag frístudarbyggðar í landi Upsa frestað. Í ljósi þess að deiliskipulag svæðisins er enn í gildi og hversu umdeild það var beinir umhverfisráð afgreiðslu þessa erindis til byggðarráðs til nánari skoðunar.

Byggðaráð - 707. fundur - 11.09.2014

Á 254. fundi umhverfisráðs þann 05.09.2014 var eftirfarandi bókað:
Með rafpósti dags 28. ágúst 2014 óskar Ragnheiður Valdimarsdóttir eftir upplýsingum um möguleika á frístundarlóð í landi Upsa.

Á 232. fundi umhverfisráð þann 7. nóvember 2012 var afgreiðslu um deiliskipulag frístudarbyggðar í landi Upsa frestað. Í ljósi þess að deiliskipulag svæðisins er enn í gildi og hversu umdeilt það var beinir umhverfisráð afgreiðslu þessa erindis til byggðarráðs til nánari skoðunar.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi samantekt yfir afgreiðslur á niðurstöðum íbúakönnunar árið 2012 vegna deiliskipulags í landi Upsa. Fram kemur meðal annars að á 641. fundi bæjarráðs þann 25. október 2012 samþykkti bæjarráð eftirfarandi:

Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að sú niðurstaða að um 33% íbúanna höfnuðu frístundabyggð samkvæmt samþykktu deiliskipulagi verði virt og skipulaginu breytt í samræmi við það. Jafnframt verði því beint til umhverfisráðs að fara yfir það hvort þessi breyting kalli á það að gerðar verði frekari breytingar á deiliskipulaginu.

Á 240. fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 30.12.2012 var samhljóðandi afgreiðsla samþykkt samhljóða.

Á 232. fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 07.11.2012 var eftirfarandi bókað:
Umhverfisráð ræddi niðurstöðu íbúakönnunnar um framangreint málefni og tilmæli frá bæjarstjórn um að breytingar á deiliskipulaginu.
Afgreiðslu frestað.

Í ljósi framangreindar samþykktar bæjarstjórnar er byggingafulltrúa falið að senda umsækjendum um frístundalóðir að Upsum svar við lóðaumsóknum þeirra og benda þeim á að það eru til lausar frístundalóðar á öðrum frístundasvæðum í Dalvíkurbyggð.

Samandregið þá er málið enn í vinnslu hjá umhverfisráði, þ.e. að fylgja eftir samþykkt bæjarstjórnar frá 30.10.2012.

Börkur Þór og Haukur viku af fundi kl. 08:49.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á ofangreindu máli til næsta fundar.
Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis - og tæknisviðs að svara erindi Ragnheiðar.

Byggðaráð - 857. fundur - 22.02.2018

Á 724. fundi byggðaráðs þann 22. janúar 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 722. fundi byggðarráðs þann 9. janúar 2015 var eftirfarandi bókað:

Á 707. fundi byggðarráðs þann 11. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Á 254. fundi umhverfisráðs þann 05.09.2014 var eftirfarandi bókað:
Með rafpósti dags 28. ágúst 2014 óskar Ragnheiður Valdimarsdóttir eftir upplýsingum um möguleika á frístundarlóð í landi Upsa.

Á 232. fundi umhverfisráð þann 7. nóvember 2012 var afgreiðslu um deiliskipulag frístudarbyggðar í landi Upsa frestað. Í ljósi þess að deiliskipulag svæðisins er enn í gildi og hversu umdeilt það var beinir umhverfisráð afgreiðslu þessa erindis til byggðarráðs til nánari skoðunar.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi samantekt yfir afgreiðslur á niðurstöðum íbúakönnunar árið 2012 vegna deiliskipulags í landi Upsa. Fram kemur meðal annars að á 641. fundi bæjarráðs þann 25. október 2012 samþykkti bæjarráð eftirfarandi:

Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að sú niðurstaða að um 33% íbúanna höfnuðu frístundabyggð samkvæmt samþykktu deiliskipulagi verði virt og skipulaginu breytt í samræmi við það. Jafnframt verði því beint til umhverfisráðs að fara yfir það hvort þessi breyting kalli á það að gerðar verði frekari breytingar á deiliskipulaginu.

Á 240. fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 30.12.2012 var samhljóðandi afgreiðsla samþykkt samhljóða.

Á 232. fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 07.11.2012 var eftirfarandi bókað:
Umhverfisráð ræddi niðurstöðu íbúakönnunnar um framangreint málefni og tilmæli frá bæjarstjórn um að breytingar á deiliskipulaginu.
Afgreiðslu frestað.

Í ljósi framangreindar samþykktar bæjarstjórnar er byggingafulltrúa falið að senda umsækjendum um frístundalóðir að Upsum svar við lóðaumsóknum þeirra og benda þeim á að það eru til lausar frístundalóðar á öðrum frístundasvæðum í Dalvíkurbyggð.

Samandregið þá er málið enn í vinnslu hjá umhverfisráði, þ.e. að fylgja eftir samþykkt bæjarstjórnar frá 30.10.2012.

Börkur Þór og Haukur viku af fundi kl. 08:49.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á ofangreindu máli til næsta fundar.
Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis - og tæknisviðs að svara erindi Ragnheiðar.

Til umræðu ofangreint.

Frekari umfjöllunar og afgreiðslu frestað.

Rætt og frestað."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi svar til upplýsingar við ofangreindu erindi:

Á 301. fundi umhverfis- og tæknisviðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:

"Á 299. fundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar var eftirfarandi samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum:
Deiliskipulag svæðisins er enn í gildi samkvæmt staðfestingu Skipulagsstofnunnar fyrir 6 árum. Á undanförnum árum hafa borist fyrirspurnir um svæðið til viðbótar við fyrri umsóknir. Sveitarstjórn telur því rétt að fela umhverfisráði og sviðsstjóra umhverfissviðs að taka upp deiliskipulag í landi Upsa í heild sinni, endurskoða Svæði A (Frístundabyggð) í þeirri mynd sem það var kynnt fyrir íbúakosningu árið 2012. Sveitarstjórn leggur því jafnframt til að Upsasvæðið í heild sinni verði tekið til endurskoðunar enda eru forsendur varðandi aðgengi og annað við Upsasvæði breyttar frá því sem var fyrir 6 árum.

Umhverfisráð leggur áherslu á að endurskipuleggja þurfi svæðið í heild sinni. Þar sem ekki er gert ráð fyrir endurskoðun deiliskipulags í landi Upsa á fjárhagsáætlun 2018 leggur umhverfisráð til að gert verði ráð fyrir endurskoðun skipulagsins í heild sinni við gerð fjárhagsáætlunar 2019. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Á 300. fundi sveitarstjórnar þann 20. febrúar s.l. var ofangreind afgreiðsla umhverfisráðs staðfest.

Að svo stöddu eru því ekki auglýstar lóðir í landi Upsa og afgreiddar.