Leyfi til uppsetningar á smíðaverkefnum meðfram stígum ofan við Bögg

Málsnúmer 202203013

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 369. fundur - 04.03.2022

Lagður fram tölvupóstur frá Magneu Helgadóttur, þar sem hún, fyrir hönd nemenda Dalvíkurskóla óskar eftir leyfi til þess að koma verkgreinaverkefnum nemenda Dalvíkurskóla í sýningu meðfram göngustígum ofan við Bögg.
Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 343. fundur - 22.03.2022

Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars sl., var eftirfarandi bókað:
"Lagður fram tölvupóstur frá Magneu Helgadóttur, þar sem hún, fyrir hönd nemenda Dalvíkurskóla óskar eftir leyfi til þess að koma verkgreinaverkefnum nemenda Dalvíkurskóla í sýningu meðfram göngustígum ofan við Bögg. Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og leyfi fyrir sýningu á verkgreinaverkefnum nemenda Dalvíkurskóla meðfram göngustígnum ofan við Bögg.