Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11

Málsnúmer 2202004F

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 369. fundur - 04.03.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 11. afreiðslufundar byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar frá 18. febrúar 2022.
  • .1 202108075 Skógarhólar 11 - uppfærðir aðaluppdrættir
    Lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir fyrir Skógarhóla 11 á Dalvík. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • .2 202202002 Umsókn um byggingarleyfi - Vélaskemma við golfvöll
    Fyrir hönd Golfklúbbsins Hamars sækir Kristján Hjartarson um byggingarleyfi fyrir vélageymslu við golfvöll félagsins í Svarfaðardal. Lagðar fram aðalteikningar og skráningartafla unnar af Kristjáni Hjartarsyni byggingafræðingi. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11 Byggingaáform samþykkt samhljóða og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingaleyfi þegar séruppdrættir hafa borist. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • .3 202202094 Umsókn um byggingarleyfi - Geymsluhús í Efri Gullbringu
    Tekin fyrir umsókn Ingólfs Árna Eldjárn um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsi í Efri Gullbringu í Svarfaðardal. Lagðar fram teikningar og skráningartafla unnar af Kristjáni Hjartarsyni byggingafræðingi. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11 Byggingaáform samþykkt samhljóða og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingaleyfi þegar séruppdrættir hafa borist. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • .4 202201047 Böggvisstaðaskáli - niðurrif skv. starfs- og fjárhagsáætlun 2022
    Tekin fyrir umsókn Bjarna Daníelssonar, sviðsstjóra framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar, þar sem óskað er eftir leyfi til niðurrifs á Böggvisstöðum 2 (Böggvisstaðaskála). Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11 Erindið samþykkt samhljóða. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • .5 202109040 Bjarkarbraut 5 - Yfirferð og staðfesting eignaskiptayfirlýsingar
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11 Erindi frestað. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • .6 201609017 Gluggi milli Sigtúns og Ungó.
    Tekið fyrir endurvakið erindi frá Gísla, Eiríki og Helga ehf. þar sem óskað er eftir leyfi til þess að láta saga glugga á milli Sigtúns (Kaffihús Bakkabræðra) og Ungó þannig að tæknirými bíósins verði sýnilegt gestum.
    Fyrir liggur samþykki sveitarstjórnar með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11 Byggingafulltrúi og slökkviliðsstjóri gera ekki athugasemdir við framkvæmdina sé farið að leiðbeiningum slökkviliðsstjóra. Samþykkt samhljóða. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • .7 202106154 Svalbarði í Svarfaðardal - Fokheldisúttekt
    Fokheldisúttekt á Svalbarða í Svarfaðardal. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar