Ósk um breytingu á reglum um lausagöngu hunda

Málsnúmer 202203012

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 143. fundur - 03.03.2022

Tekið fyrir erindi frá Fanneyju Davíðsdóttur fyrir hönd hundaeigenda á Dalvík þar sem hún óskar eftir leyfi fyrir lausagöngu hunda á afmörkuðum tíma austur á Böggvisstaðasandi meðan að snjóþungt er á hundasvæði.
Landbúnaðarráð leggst gegn lausagöngu hunda austur á Böggvisstaðasandi vegna vinsælda hans til útivistar. Ráðið leggur til við Umhverfisráð að leitað verði að öðru aðgengilegra svæði til að koma til móts við hundaeigendur yfir vetrartímann. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Umhverfisráð - 369. fundur - 04.03.2022

Tekið fyrir erindi frá Fanneyju Davíðsdóttur fyrir hönd hundaeigenda í Dalvíkurbyggð þar sem óskað er eftir aðgengilegra hundasvæði yfir vetrartímann. Einnig eru viðraðar hugmyndir um afgirt hundasvæði meira miðsvæðis.
Umhverfisráð leggur til að komið verði til móts við hundaeigendur með því að leyfa lausagöngu hunda í Hrísahöfða frá 1. nóvember til 31. mars, með fyrirvara um leyfi umsjónarnefndar Friðlands Svarfdæla. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 343. fundur - 22.03.2022

Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Fanneyju Davíðsdóttur fyrir hönd hundaeigenda í Dalvíkurbyggð þar sem óskað er eftir aðgengilegra hundasvæði yfir vetrartímann. Einnig eru viðraðar hugmyndir um afgirt hundasvæði meira miðsvæðis. Umhverfisráð leggur til að komið verði til móts við hundaeigendur með því að leyfa lausagöngu hunda í Hrísahöfða frá 1. nóvember til 31. mars, með fyrirvara um leyfi umsjónarnefndar Friðlands Svarfdæla. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu um að koma til móts við hundaeigendur með því að leyfa lausagöngu hunda í Hrísahöfða frá 1. nóvember til 31. mars, með fyrirvara um leyfi umsjónarnefndar Friðlands Svarfdæla.