Ósk um nánari skýringar vegna afgreiðslu athugasemda við deiliskipulag fólkvangsins

Málsnúmer 202101091

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 349. fundur - 05.02.2021

Með innsendu erindi dags. 24. janúar 2021 óskar Skíðafélag Dalvíkur eftir nánari skýringum á afgreiðslu ráðsins vegna hávaðamengunar frá snjóframleiðslu.
Umhverfisráð lagði til að bæta við áhrifavaldinum snjóframleiðsla í umhverfismatið af því að lítilsháttar hávaðamengun er vissulega til staðar en niðurstaðan gefur ekki tilefni til viðbragða og hefur þar af leiðandi engin áhrif á snjóframleiðslu í Böggvisstaðafjalli.