Umhverfisráð

346. fundur 18. desember 2020 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn.

1.Snjómokstur 2020

Málsnúmer 202002053Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Steinþór Björnsson, deildarstjóri EF deildar, kl. 08:15.

Til umræðu endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs þar sem reglurnar eru samræmdar innan sveitarfélagsins með tilliti til reglna nærliggjandi sveitarfélaga og ábendinga sem borist hafa frá íbúum.
Einnig var forgangslisti moksturs í þéttbýli uppfærður.

Steinþór vék af fundi kl. 09:06



Umhverfisráð samþykkir samhljóða þær breytingar sem gerðar hafa verið á viðmiðunarreglum snjómoksturs og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Sjóvarnir í Dalvíkurbyggð 2019-2023

Málsnúmer 201811045Vakta málsnúmer

Til umræðu erindi frá Vegagerðinni dags. 02. des 2020 þar sem Vegagerðin óskar eftir því að Dalvíkurbyggð endurskoði legu sjóvarnargarðs við Sandskeið, verkefni sem var boðið út vorið 2020. Í erindinu kemur fram að mistök voru gerð við gerð á uppdráttum sem framkvæmdaleyfið byggir á við lengingu sjóvarnar en þar er gert ráð fyrir upptekt á um 1500 rúmmetrum af núverandi landi.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur verkefninu verið frestað fram á árið 2021 og verður þá tekin ákvörðun um framhaldið eftir að ákvörðun sveitarstjórnar liggur fyrir.
Umhverfisráð ítrekar bókun sína frá 24. apríl 2020 þar sem hönnun sjóvarnarinnar við Sandskeið er samþykkt í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins, síðar samþykkt í sveitarstjórn 12. maí. Útboð Vegagerðarinnar byggir á þeirri samþykkt.

Umhverfisráð samþykkir að efni sem þarf að fjarlægja við gerð sjóvarnarinnar verði fjarlægt á kostnað sveitarfélagsins og greiðist af deild 32200-11560, sjóvarnir.

3.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fundinn þau Anna Bragadóttir og Helgi Már Pálsson frá EFLU og kynna stöðuna kl. 10:20.
Til kynningar staða deiliskipulags þjóðvegarins gegnum Dalvík og valkostir.
Helgi og Anna viku af fundi kl. 10:40


Umhverfisráð frestar afgreiðslu tillagna til næsta fundar.

4.Umsókn um framkvæmdarleyfi til skógræktar í landi lögbýlisins Litla_Árskógs

Málsnúmer 202012008Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 01. desember 2020 óskar Guðlaugur Axel Ásólfsson eftir framkvæmdarleyfi til skógræktar á lögbýlinu Litla-Árskógi.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Umsókn um lóð við Hringtún 42-48, Dalvík

Málsnúmer 202012050Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 09. desember 2020 óskar Ottó Biering Ottósson fyrir hönd EGO húsa ehf. eftir lóðinni við Hringtún 42-48, Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um lóð við Skógarhóla 11, Dalvík

Málsnúmer 202012051Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 09. desember 2020 óskar Ottó Biering Ottósson fyrir hönd EGO húsa ehf. eftir lóðinni við Skógarhóla 11, Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 28. nóvember 2020 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxóss ehf. eftir að taka upp þráðinn og klára skipulagsbreytingaferli sem varðar landfyllingu austur af höfninni, Árskógsandi.

Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að vinna við verkefnið verði tekin upp að nýju þegar frekari útfærslur verkefnisins liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs