Umhverfisráð

339. fundur 03. júlí 2020 kl. 08:15 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Lilja Bjarnadóttir vék af fundi kl 10:15 og enginn kom í hennar stað.

1.Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020

Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer

Farið var í vettvangsskoðun í sveitarfélaginu ásamt Steinþóri Björnssyni, deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar.
Steinþór vék af fundi kl. 10:15.
Umhverfisráð fagnar þeim fjölmörgu verkefnum sem unnið er að. Sérstaklega þeim endurbótum sem unnar hafa verið á leiksvæðum og opnum svæðum sveitarfélagsins.

2.Gangbrautir og gönguleiðir að hafnarsvæði

Málsnúmer 202006112Vakta málsnúmer

Til umræðu fyrirhugaðar gangbrautir á þjóðveginum gegnum Dalvík og gönguleiðir að hafnarsvæði.
Umhverfisráð leggur til að upplýstar gangbrautir verði settar sunnan við gatnamót Karlsrauðatorgs og Hafnarbrautar og norðan við gatnamót Hafnarbrautar og Hafnartorgs.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

3.Lokun vegslóða að gömlu bryggjunni á Hauganesi

Málsnúmer 202006085Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 15. júní 2020 óskar Eygló Björnsdóttir eftir að veglslóðanum að gömlu bryggjunni á Hauganesi verði lokað fyrir umferð.
Umhverfisráð leggur til að sett verði upp lokun á vegslóðann að gömlu bryggjunni á Hauganesi samkvæmt tillögum bréfritara.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Umsókn um leyfi til breytinga á húsi

Málsnúmer 202006104Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi óskar eigandi íbúðar 0101 við Hafnarbraut 14 eftir leyfi til breytinga á gluggum samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

5.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202005024Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 06. maí 2020 sækir Efla verkfræðistofa um byggingarleyfi vegna viðbygginga við fráveitudælustöð að Sjávarbraut 4, Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

6.Deiliskipulag í landi Kóngsstaða

Málsnúmer 202007004Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 30. júní 2020 óskar Efla verkfræðistofa eftir heimild Dalvíkurbyggðar til deiliskipulagsgerðar í landi Kóngsstaða í Skíðadal.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

7.Umsókn um lóð

Málsnúmer 202007005Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 30. júní 2020 óskar Svavar Örn Sigurðsson eftir lóðinni við Ægisgötu 19A á Árskógssandi.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðna lóð.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

8.Umsókn um framkvæmdarleyfi til skógræktar á lögbýlinu Ytra-Garðshorni, Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 202006064Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi óska eigendur að Ytra-Garðshorni eftir leyfi til skógræktar samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs